Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 95
Knall
Já. Þær skreyta hér allt á jólunum. Þá er jólatré. Og allir fá knall. Svo
sprengjum við knöllin okkar — togum í þau tveir og tveir þangað til þau
springa, hehe. Og það er alltaf eitthvað í knöllunum — tvinnakefli eða tin-
dáti.
Einu sinni fékk ég pínulítinn kíki úr plasti. Hehe, meira undraefnið þelta
plast. Nú er allt úr plasti.
Já, við fáum allir knall.
Eins og heima — þegar ég var strákur — mamma hafði alltaf hnausþykk-
an vellíng á aðfangadagskvöld — svo lét hún eina sveskju í pottinn og svo
skammtaði hún á diskana — við vorum fimm systkinin — svo átum við og
áturn því sá sem fékk sveskjuna í sinn hlut — hann fékk verðlaun — hehe
— það var nú meiri speimingurinn maður, biddu fyrir þér. Og verðlaunin
maður, já þú átt kollgátuna.
Það var knall í verðlaun.
Frændi minn var alltaf hjá okkur á jólunum. Hann hafði þessa feikna
rödd. Hann var líka í Trésmiðakórnum. Söng bassa. Einu sinni stóð til þeir
færu í söngferðalag norður. Hann sýndi okkur mynd af kórnum, þeir voru
allir í kjól og hvítt — nieð opinn munninn. Einu sinni fékk hann sveskjuna
— þessi frændi minn -— en hann gaf okkur krökkunum knallið. Þá var nú
slegist, hehehe.
Já, þú kemst að þessu öllu. Þegar þú ert húinn að vera dálítinn tíma. Þú
ert kannski ekki einu sinni búinn að fá pláss við borðið ... Það er langt síðan
sést hefur hérna nýtt andlit . .. við þurfum einhvern tíma að hittast — þú
og ég •— ha? ég þarf að segja þér ýmislegt, heyrirðu það, ég gæti nú sagt
þér ýmislegt sem ég hef upplifað, ha? heyrirðu ekki til mín?
Heyrðu ..., hvað heitirðu? Ertu kannski að austan? Eins og — eins og
.. . ha?
Ertu að austan?
Hann ætlar ekki að láta sjá sig — þessi sem á að halda ræðuna. Kannski
það hafi ekki verið fyrr en á morgun? Ha?
Þögn.
Eg þori að veðj a þú ert að austan!
Þögn.
Já, við skulum veðja rauðvínsflösku! Einni flösku af ítölsku rauðvíni.
Ha?
Er það hvað?
333