Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Blaðsíða 119
aÖ smíða sér skinnbáta og neytti síð- ar þeirrar þekkingar sinnar í styrj- öldum á Spáni. Á 5. öld segir einn sagnameistari, að frar telji það gam- anleik einn að plægja brezku höfin á hraðskreiðum smáskipum úr skinni. Það er eftirtektarvert, að höfundur- inn notar orðiö skip en ekki bát um þessar fleytur. Á 4. öld er þess getiö, að írar, sem reyndar nefndust Skot- ar í þá daga, sigldu stórum flotum slíkra skipa yfir írska hafiö og réð- ust á stöðvar Rómverja á Englandi. Á 6. og 7. öld voru írar m. a. trú- hoÖar og landleitarmenn. í írskum helgisögnum frá þeim tíma, flestum varÖveittum í handritum, sem eru nokkrum öldum yngri, eru ýmsar lýs- ingar á farkostum írskra guðsmanna og landkönnuða. Heilagur Brendan sigldi til Fyrirheitnalandsins á tága- skipi klæddu nautshúðum sútuðum með eikarberki og bikuðum. Rásegl var á skipinu og 17 manna áhöfn, sem hafði vistir til 40 daga. Brendan á að hafa verið á dögum um miðja 6. öld og kannaö eyjar úthafsins ár- um saman, og greina helgisögur ýmis lönd og þj óðir, sem hann heimsækir: Sauðfjáreyjar, Eldfjallaeyju, Krist- alssúlurnar, Land svartrar þoku, mik- illa fiskimiða, og svörtum dvergum kynnist hann. Þeir, sem leggja mest- an trúnað á þessar sagnir, telja, að umgetin lönd séu Færeyjar, fsland, hafísinn við Grænland, þokuna og fiskinn sé einkum að finna við Ný- Hlutur Kelta í landnámi fslands fundnaland, en svörtu dvergarnir séu Eskimóar. Það eitt er athugavert við Brendanssagnirnar, að fróðleikur þeirra um siglingar og landafundi gæti að mestu leyti verið kominn frá víkingum, sem uppi voru um þremur öldum eftir að dýrlingurinn var kom- inn undir græna torfu. Allt um það telja hinir lærðustu menn á Bret- landseyjum, að frar hafi gert sér haf- færandi curragha á 6. öld; við upp- haf miöalda hafi fólk á Bretlandseyj- um ráðið yfir talsverðri tækni til sjó- ferða. Það er allöruggt, að frar kom- ast til Orkneyja á 6. öld, en þangað höfðu skozkir bændur að vísu flutzt á steinöld eða um 2000 árum fyrir Krists burð; þá eða um 5 öldum síð- ar munu bændur á Skotlandi hafa flutzt með kvikfé og allt sitt hafur- task norður til Hjaltlands, svo að harðkristnum írum hefur ekki verið vandara um volkið við upphaf mið- alda. Fornaldarmenn létu staðar num- ið á Hjaltlandi. Lengra héldu þeir ekki á haf út, svo að vitaÖ sé með sannindum. Það voru f rar, sem námu fyrstir evrópskra manna lönd á sjálf- um útsænum. Seint á 7. öld ritar Adamnan (d. 704) ævisögu heilags Kolumkilla og greinir þar talsvert frá siglingum guösmanna um höfin. Hann segir m. a. frá því, að Kormak- ur riddari Krists sigldi þrisvar norð- ur í höf að leita einsetustaðar í út- sænum, en fann ekki. Á dögum Adamnans virðast írar hafa harla 357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.