Tímarit Máls og menningar - 01.12.1965, Side 65
Kalt stríð
þá langskólagengnu. Mætti ég nú kannski segja örfá orð um hinn normala
mann? Þú getur sannarlega verið ánægður með það, Valur, hvað skjólstæð-
ingur þinn er orðinn mikið frjáls og emansíperaður. Hann er orðinn maður
dagsins. Elítan er ýmist flúin úr landi eða lokuð inni á þröngum sérfræðinga-
básum, og allt hvað líður er hún að fá eins mikla vanmáttarkennd gagnvart
þínum manni og hann hafði áður gagnvart henni. Nú er það hann, sem gefur
tóninn og vinnur afrekin. Ef hann til dæmis kastar hlýhnullungi einhverjum
sentímetrum lengra en áður hefur tíðkazt, þá mismæla sig útvarpsþulirnir
af hugaræsingu. Og sama er uppi á teningnum í samskiptum kynslóðanna.
Þar skal ungviðið standa jafnfætis þeim fullorðnu, ef ekki hærra. Barnið er
ekki fyrr farið að stauta milli stóla en foreldrarnir eru komnir á fjóra fætur
kringum það. Maður hélt á uppvaxtarárunum, að maður mundi njóta í ell-
inni þeirrar virðingar eða að minnsta kosti tillitssemi, sem maður þá sýndi
sjálfur eldri kynslóðinni. En það er nú ekki því að heilsa. Kynslóð hins nýja
tíma telur sig ekkert þurfa til hinna eldri að sækja. Maður er bara settur í
geymslu eins og úrelt amboð.“
Nú sneri Reynir sér að Jarli:
„Má ég skjóta hér inn í örstuttri athugasemd til gamans. Mér skildist þú
vera að sveigja að íþróttahreyfingu nútímans og átelja, hversu fyrirferðar-
mikil hún væri í daglegum fréttum og umræðum. Má ég aðeins minna þig á,
að dálæti á líkamsatgervi er ekki ný bóla. Hún er öllu fremur klassískt fyrir-
bæri. Eg held til dæmis, að það hafi alltaf staðið meiri ljómi um nafn Gunn-
ars á Hlíðarenda en Nj áls. Og er það rangt til getið hj á mér, kæri frændi, að
þú liafir setið yfir því að lesa um íþróttir fornmanna, þegar þú varst táning-
ur?“
„Ég hef aldrei verið táningur,“ hnussaði Jarl. „En það telst nú bara til al-
mennrar mennlunar, að vita eitthvað um líkamsrækt fornmanna.“
Reynir: „Gerir þú þér ljóst, að ef þeir Gunnar á Hlíðarenda og Kjartan
Ólafsson væru uppi á vorum dögum, mundu þeir ekki skara tiltakanlega fram
úr afreksmönnum nútímans. Þeir mundu óefað vera framarlega í íþrótta-
hreyfingunni, líklega báðir í KR. Og starfa í lögreglunni.“
„Já, einmitt,“ anzaði Jarl. „Getur þú kannski plaserað fleiri af persónum
fornsagnanna í nútímaþjóðfélagi? Hvar mundi til dæmis vera að leita Helgu
fögru?“
„Helgu fögru?“ endurtók Reynir og deplaði augunum kímileitur. „Við
skulum sjá. Já, hún mundi tvímælalaust vera hárgreiðsludama.“
Jarl: „Já, það er svo. En spurningin er bara, hvort Gunnlaugur, sem þá
303