Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Page 7
Bernskuminningar á einn stað víðsvegar að af landinu og með ólíka reynslu í farteskinu hlýtur að verða viss gerjun, viss æsingur og spenna í loftinu, og við getum slegið því föstu að það hafi ekki verið amlóðaháttur að yfirgefa sveitina heldur löngun til að taka þátt í uppbyggingu, vera með þar sem ævintýrið var að gerast. En flestum va, þetta sárt. Það er mikil reynsla fyrir eina þjóð að vera fleygt inní nútímann; fyrir hvern einstakling er það dramatísk reynsla. Þetta hlaut skáldsagan að túlka. Við ámælum þeirri kynslóð raunsæismanna sem komu á eftir Halldóri Laxness fyrir að sýna Reykjavík sem Babýlonshóruna, ævinlega út frá sjónar- horni fróms og heilbrigðs sveitapilts sem er kannski að berjast vonlausri baráttu við að bjarga ástvinu sinni úr hjásetunum undan varalitsnotkun eða stórfelldri áfengisnautn. Okkur þykir myndin að vonum fáránleg sem dregin er upp af borginni okkar þar sem flestir voru víst bara að puða við að koma sér upp húsi og ísskáp. En gleymum því ekki að hér var verið á stílfærðan hátt að túlk; raunverulegan harmleik, sársaukann sem fylgír því að rífa sig upp með rótum og fara á stað þar sem maður mun kannski aldrei festa yndi, en verður samt að fara til því um annað er ekki að ræða. Þetta var svo hrikaleg reynsla að skáldsagna- höfundar, sem kannski voru sjálfir úr sveit, hlutu að einblína á hana, hlutu að freistast til að útmála hana sem átakanlegast, draga sem skýrast fram andstæðu sveitar og borgar. Gleymum því heldur ekki að menn óttuðust með réttu um íslenskt þjóðerni þegar hér var amerískur her sem fór að vinna að því á markvissan hátt að leggja þessa þjóð undir sig í menningariegum efnum með sjónvarpsútsendingum. Það kom einfaldlega í hlut þessarar kynslóðar rithöf- unda að gera þessari reynslu skil. Um leið skildu þeir eftir sig skarð. Þeir létu undir höfuð leggjast að lýsa því hvernig þeim reiddi af sem fluttu hingað ætt og óðul, hvað gerðist eftir flutning- inn var einfaldlega allt önnur saga. Þeir Indriði G. og Ólafur Jóhann hafa að vísu báðir skrifað bækur úr Reykjavík, en notast við sjónarhorn uppflosnaðs manns utan af landi, persónur þeirra koma úr góðu samfélagi en feigu. Ragnar Sigurðsson í bók Indriða G. Þorsteinssonar 79 af stöðinni á ekki um neitt að velja nema fara aftur heim, en ferst á leiðinni. Síðan hafa bækur Indriða haft norðlenskan vettvang. Myndin sem Ólafur Jóhann Sigurðsson, dregur upp af Páli Jónssyni í Reykjavík er af vansælum heiðurspilti í vargaklóm og mynd hans af reykvísku lífi, í Hreiðrinu og bálkinum um Pál, er mjög afmörkuð, takmark- ast við ákveðinn þjóðfélagshóp, ef ekki hreinlega ákveðið hverfi í bænum — í Hreiðrinu eina grónustu götu bæjarins þar sem kirkjugarðurinn stendur reyndar — hann lætur öðrum eftir að lýsa alþýðufólki sem fyllti ný hverfi á þessum árum. Og hér koma bernskuminningarnar til. Þegar kom fram á síðasta áratug var mjög lýst eftir raunsæju reykjavíkursögunni, og Reykjavík fylltist af nýjum rithöfundum sem kepptust við að skrifa hana af slíku kappi að engu var líkara en nóbelsverðlaun væru í húfi. Flestir brugðust ungir höfundar við kröfunni með því að skrifa félagslegar ádeilubækur um samtíð: kjör iðnverkakvenna, spilling 133
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.