Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 32

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 32
Árni Bergmann Reyfarahöfundurinn Dostojevskí Rússar áttu sér, eins og kunnugt er, mikla gullöld í bókmenntum á seinni hluta 19 aldar, sem vekur furðu manna og aðdáun enn þann dag í dag. Þrír höfundar skáldsagna náðu þá mikilli frægð og vinsældum, Túrgénev, Dostojevskí og Tolstoj. Túrgénev náði meðan hann var og hét mestri útbreiðslu þeirra félaga, hann var metsöluhöfundur síns tíma, enda ljúf og þægileg lesning á löngum járnbrautarferðum og sönn stássstofuprýði á betri heimilum. En misjöfn eru bókanna örlög — þegar fram í sækir verður einmitt Túrgénev fyrstur til að missa aðdráttaraflið. Tolstoj hefur mun betur staðist tímans tönn. En það er Dostojevskí sem lifir af mestum þrótti víða um lönd, eins og sjá má af útgáfugleði, sem og af leiksýningum mörgum og kvik- myndum sem byggja á verkum hans. Meira að segja hér á Islandi nær hann sér allt í einu á strik. Islendingar þýddu á liðnum áratugum talsvert eftir Tolstoj, Önnu Karenínu, Stríð og frið, styttri sögur og meira að segja bæklinga eftir karlinn um trúmál. En lengi vel var aðeins ein af skáldsögum Dostojevskís til á íslensku, Glæpur og refsing, sem kom út á þriðja áratug aldarinnar. Nú bregður nýrra við — fyrir þrem árum kom ný þýðing úr rússnesku á Glæp og refsingu, fyrra bindi Fávitans kom út í fyrra og kannski eru Bræðurnir Karamazof á leiðinni einnig. Nú mætti spyrja: hvers vegna Dostojévskí? Kannski tryggir hann sér framhaldslíf vegna þess, að hann spyr stærri og áleitnari spurninga en t.d. Túrgénev og svarar þeim af dramatískari myndarskap? Meðan Túrgénev veltir vöngum yfir því, hvernig Rússar geti brugðist við menningarleysi og bændaánauð á fyrri öld, þá spyr Dostojevskí að því í Glæp og refsingu, hvað gerist þegar ungur maður tekur sér vald yfir lífi og dauða til þess að gera sjálfan sig mikinn undir sólunni — eða kannski til að geta öðlast frelsi til að gjöra gott. Hann spyr í Fávitanum að því, hvernig menn bregðast við þegar Jesús Kristur kemur inn í syndum hlaðinn heim í líki flogaveiks og sárasak- lauss rússnesks fursta. Það er ekki að litlu lotið. Víst skiptir þetta miklu máli fyrir langlífi meistarans. En gleymum heldur 158
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.