Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Síða 33
Reyfarahöfundurinn Dostojevskí ekki aðferð Dostojevskís við að segja sögu, hve ófeiminn hann var við að nota meðöl, sem ekki hafa alltaf verið virðuleg talin, til að ná og halda athygli lesenda. Við þetta tengist sérstaða hans meðal hinna rússnesku sagnameistara. Túrgénev til dæmis hefði aldrei dottið í hug að hrella menn með geðveiki, sjálfsmorðum, manndrápum og stórhneykslum í þeim mæli sem Dostojevskí gerir í hverri meiriháttar sögu. I hverri skáldsögu hans er morð, og stundum mörg ( Djöflarnir). Stundum er skáldsagan byggð upp eins og sjónvarpsþættir um einkaspæjarann Colombo. Til dæmis Glæpur og refsing — við sjáum fyrst morðið framið, síðan er spennan fólgin í því, hvort og hvernig upp um morðingjann kemst. Stundum er spurt eins og hjá Agötu Christie : hver gerði það? Hver drap þann leiða fjanda, Fjodor Karamazov? I þeirri sögu, Bræðurnir Karamazov, notar Dostojevskí reyndar gamalt og nýtt bragð reyfarans — hann leiðir lesendur á villigötur, lætur menn halda lengi vel, að sá vanstillti nautnabelgur Dmítrí hafi myrt föður sinn — en svarið er svo allt annað og kemur náttúrlega eins og „þjófur úr heiðskíru lofti“ yfir fávísa jafnt sem getspaka lesendur. Það er einmitt hinn reyfaralegi þáttur í verkum Dostojevskís sem verður til umfjöllunar í þessari samantekt. Dostojevskí sagði einu sinni í bréfi: „öll list er fólgin í vissum ýkjum“. Þetta var sannfæring sem hann stóð við svikalaust og hún kom honum sem skapandi, skrifandi persónuleika í návígi við bæði reyfara hans tíma — og svo reyfara okkar tíma, sem eru með svo mörgum hætti undanrenna af ensk-frönskum ógnarsögum frá því um aldamótin 1800 og upp úr þeim. Þær bókmenntir — eftir Anne Rathcliff, Maturin, de Quincey, Fréderic Soulié og Eugene Sue — einkenndust meðal annars af þessu hér: Samþjöpp- un og uppsöfnun hrikalegra atburða, þrálátum áhuga á glæpum, þjáningu, hinum skörpustu andstæðum illsku og heilagleika, auðs og örbirgðar, fláttskapar og hreinskilni sem birtast í hinum óvæntustu innbyrðis tengsl- um. Einnig af flóknum og næsta ósennilegum söguþræði, grimmum átökum milli persóna, sem hver og ein er einn eiginleiki holdi klæddur ( eða ein þverstæða holdi klædd: flagð undir fögru skinni osfrv). Þá má og til nefna stöðugt uppgos tilfinninga og magnað krydd hinna sterkustu orða tung- unnar. Allt þetta finnum við í ríkum mæli í sögum Dostojevskís. Og þar með setur hann sig nokkuð til hliðar við meginstrauma í raunsæislegum sögum síns tíma. Raunsæið vildi skoða einstaklinga í samfélagi, vildi eins og halda „réttum" hlutföllum í túlkun sinni á sálarlífi einstaklinga og lýsingu að- stæðna, sennileikinn og allt að því fræðileg útskýring á mannlegum at- höfnum gerðu sig líkleg til að ráða ríkjum í skáldsöguheimi. „Sannleikurinn er aðalhetjan í sögu minni“ segir Tolstoj um Sögur frá Sevastopol. Dosto- 159
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.