Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 68

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Qupperneq 68
Tímarit Máls og menningar anlega byggð á afturhaldssamri hugmyndafræði; samfélagi verksins er skipt í skýrt afmörkuð athafnasvið með siðferðilegum undirtónum og verkið kynnt í formála höfundar nánast sem dæmisaga um mann sem ekki kann sér hóf. En gildismatið segir ekki nema hálfa söguna — hvernig kemur það heim og saman við sjálfa framvindu verksins? Aflvaki sögunnar Lítum fyrst á sjálfsmat persóna verksins, hversu vel fær það staðist raun- veruleika þess? Mesti raunsæismaðurinn í fyrsta hluta bókarinnar er tví- mælalaust Séchard gamli, faðir Davids, en peningar eru eina ástríða hans. Balzac tekur oft svo til orða um ástríðu að hún sé ,jesúítísk‘, tilgangurinn helgar öll meðul, og það á við um Séchard. David og Lucien eru aftur á móti draumóramenn, og aðlinum á Angouléme er lýst næstum háðslega, hann hefur hlálegt ofmat á eigin verðleikum. Séchard gamli er manngerð sem haggast hvorki af byltingunni né endurreisnartímanum, auður hans stendur traustum fótum. Þeir sem hrærast í bóksala- og blaðaheimi Parísar þurfa stöðugt að óttast um verð vinnuafls síns, og leggja sig því fram um raunsætt mat á stöðu sinni og verðleikum, en jafnvel gamlar rottur verða stundum að láta sér nægja stúdentamatsöluna. Eini maðurinn sem ekki bifast í þessum heimi er bóksalinn og útgefandinn Dauriat og sú styrka staða byggist á fjármagni hans. Allur hinn skrautlegi hópur leikara, blaðamanna, gleði- kvenna og flottræfla er ofurseldur fjármagnseigendum. Og þeir menn þurfa hvorki á formfestu né andríki að halda. Svo segir um sérlega ófrýnilegan okurlánara sem Lucien og Etienne leita uppi til að selja honum víxla, og Samanon nefnist: „Segi Samanon nei, upplýsti sá ókunni,. samþykkir eng- inn, því hans eru hin hinstu rök\“ (bls. 430, skáletrun Balzacs). Hópurinn í kringum d’Arthez er Lucien vissulega fyrirmynd að heiðarleik og festu, en áhrif hans á samfélagið og gang sögunnar eru engin. I síðasta hluta bókarinnar eru orð Cointet hin hinstu rök, því peningar hans eru sannleikurinn um Angouléme. Þeir sem eiga fé þurfa ekkert nema viljann til að koma sínu fram, formgallar geta aldrei orðið þeim að falli, þeir hafa engar tálsýnir og vonir þeirra geta aldrei brostið. Hinstu rök pening- anna rjúfa jafnan þann ramma, sem gildismat Balzacs setur samfélaginu. Fjármagnið verður aflvaki sögunnar. Þeir sem ráða yfir því geta leyft sér allan þann metnað sem þeim sýnist, og þurfa ekki á anda eða formi að halda. Nútíminn, sem Balzac vildi fanga í heild sinni, er á valdi þeirra, söguþróun- in beygir sig fyrir þeim. „Andspænis árangri þeirra verður andinn að heimsku", segir þýski heimspekingurinn Adorno í grein sinni um Balzac.8 Hvað eftir annað gerist það í bókinni að hreinlyndir andans menn verða 194
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.