Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 87

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1987, Side 87
Irskar nútímabókmenntir Michael Hartnett (f. 1941) er svolítil ráðgáta. Fyrstu ljóð hans voru háspekileg, samanherpt, margslungin og ákaflega upptekin af erfiðum mannlegum úrlausnarefnum, ástinni, hefðinni, sársaukanum. Strangt aðhald hans að ljóðforminu virtist smámsaman lama hvötina til að yrkja, og hann sneri baki við ensku til að yrkja á írsku. Sérkennilegur vandi hans var sá, að hann lokaðist inní ströngum nákvæmniskröfum ritháttar síns, þannig að sjálf uppspretta tilfinninganna var að stíflast af hömlum formsins. Eftir nokkurra ára rækt við írsku er hann aftur farinn að yrkja á ensku og hefur öðlast djúptæka tilfinningu fyrir írskri sögu, hefðum og frelsishugsjónum. Paul Durcan (f. 1944) er sennilega umdeildasta og tvímælalaust vinsælasta írska skáldið af yngri kynslóð. Rödd hans er alveg séráparti, ljóð hans hneigjast til ádeilu og hann gerir einatt grimmilega hríð að stofnunum kirkju og ríkis sem eru hræsnisfullar, kúgunargjarnar eða einfaldlega lúalegar. Hann fléttar saman spaugileg atvik og harkalega ofanígjöf, setur ádeiluna fram í frásögnum sem eru sláandi, hneykslanlegar og oft mjög gamansamar. Allt er þetta orðað á máli sem er í senn beinskeytt og blæbrigðaríkt í fullri vitund um ginnheilagt eðli ljóðlistarinnar, og má nefna meðal áhrifavalda hans háspekilega ljóðlist Davids Gascoynes og Davids Jones ásamt með söngvum og djasshrynjandi samtímans. Ljóðlist hans er æsileg og íhlutunar- söm, borin uppi af ástríðufullum tilfinningum, ágeng og þrungin af skaphita og á það bæði við þegar honum misheppnast og tekst best upp. Það hefur verið áberandi hörgull á írskum skáldkonum, einkum á vett- vangi ljóðlistar. Ymsar hreyfingar eru nú á ferli til að bæta úr þessum misbresti, en einsog verða vill í slíkum tilfellum er megináhersla lögð á kvennabókmenntir, en minna hirt um listrænu hliðina. Evan Boland (f. 1945) hefur gefið gott fordæmi með verkum sínum og tæknilega er hún í fremstu röð ljóðskálda. Hún hóf skáldferil sinn með sterkri vitund um hinar klassísku og goðsögulegu hefðir, en færði sig fljótlega yfrí fjölskyldureitinn og tók fyrir aðstæður skáldsins sem eiginkona og móðir, sem kona. I síðustu verkum sínum hefur hún aftur horfið á vit goðsagna, en miklu ríkari að reynslu eftir vist í hversdagslegu tilbreytingarleysi. Ekki getur farið hjá því að áhrif hennar á kvennabókmenntir verði heillavænleg, enda er þess full þörf að vitund hennar um strangar gæðakröfur ljóðlistar verði mótvægi við öldu léttvægra kvennabókmennta sem nú er að rísa. Yngri kynslóð höfunda á Norður-Irlandi hefur notið mikillar hylli, jafnt á írlandi sem Englandi, hylli sem virðist mjög vafasöm og sýnist eiga rætur að rekja til fordæmis Heaneys, Mahons og Montagues. Þessir höfundar sýna mikla hæfni, smáatriði eru vendilega tíunduð og myndmál oft óvænt, braglínur eru óaðfinnanlegar og ákveðið fágað andríki ljær ljóðum þeirra varfærinn slagkraft. En tíðum saknar maður eggjandi og hvetjandi ímynd- 213
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.