Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 7
>
villimenn og siðleysingjar eða eitthvað
ennþá verra. Ég hef líka fengið minn skerf
af svívirðingum. Samt trúi ég því enn —
kannski er ég tilneyddur — að mögulegt
sé að koma á gagnkvæmum skilningi, án
þess að varpa tjáningarfrelsinu fyrir róða.
Til þess þarf jákvætt hugarfar; við þurf-
um öll að fallast á að aðrir aðilar málsins
komi fram, og hafi komið fram, í góðri
trú.
Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að bara
ef við gætum fallið frá ásökuninni um
„dónaskap og níð“, sem kemur í veg fyrir
að þeir sem á hana trúa viðurkenni Söngva
Satans sem metnaðarfullt eða merkilegt
verk af einhverju tagi, þá gætum við að
minnsta kosti komið okkur saman um að
hafa ólíkar skoðanir á því sem raunveru-
lega stendur í bókinni, á umdeildu ágæti
hins heilaga og hins jarðneska, á því hvers
virði hreinleikinn eða hrærigrauturinn er,
og á því hvernig manneskjur verða heilar:
með því að tilbiðja Guð eða með því að
unna sínum meðbræðrum og -systrum.
Og til að ljúka þessari röksemdafærslu
verðum við að víkja um stund aftur að
bókinni eins og hún er, ekki bókinni eins
og henni hefur verið lýst í ýmsum áróð-
ursritum sem dreift hefur verið til sann-
trúaðra, ekki „ólæsilegum“ texta goðsög-
unnar, ekki tveimur köflum sem kippt
hefur verið út úr heildinni; ekki bita af
rengi heldur öllum aumingja hvalnum.
Ég tek fram áður en lengra er haldið: ég
hef aldrei litið á þennan ágreining sem
baráttu vestræns frelsis og austræns
ófrelsis. Með réttu hrósa menn sér af
frelsinu á Vesturlöndum, en margs konar
minnihlutahópum finnst með jafn miklum
rétti þeir vera útilokaðir frá því að nýta sér
þetta frelsi að fullu — vegna kynþáttar,
kynhneigðar, stjórnmálaskoðana; á hinn
bóginn þekki ég af ævilöngum kynnum
mínum af Austurlöndum, fráTyrklandiog
Iran til Indlands og Pakistans, að fólk þar
um slóðir er fullt eins ákafir talsmenn
frelsis og hvaða Tékki, Rúmeni, Þjóð-
verji, Ungverji eða Pólverji sem er.
Hvemig öðlast menn frelsi? Menn taka
sér það: það er aldrei gefið. Til að verða
frjáls, verður maður fyrst að ganga út frá
því að maður hafi rétt á frelsi. Þegar ég
skrifaði Söngva Satans gekk ég út frá því
að ég hefði verið, og væri, frjáls maður.
Hvað er tjáningarfrelsi? Án frelsis til að
hneyksla hættir það að vera til. Án frelsis
til að ráðast gegn, jafnvel hæðast að hvers
konar fyrirskipuðum sannleika, m.a. af
trúarlegum toga, hættir það að vera til. Ef
tungan og ímyndunaraflið eru hneppt í
fjötra deyr listin, og þar með svolítið af
því sem gerir okkur að manneskjum.
Söngvar Satans eru, að hluta til, uppgjör
trúleysingja við trúarandann. „Ef við
skrifum á fordómafullan hátt um trúmál
eins og þau séu eins konar blekking eða
fals, gerum við okkur þá ekki sek um
hroka, um að þröngva okkar lífsskilningi
upp á fjöldann?“ spyr einn Indverjinn í
sögunni. Samt sem áður býr sagan yfir
efasemdum, óvissu, jafnvel hneykslunar-
efnum sem trúuðu fólki kann að vera á
móti skapi. Slíkar aðferðir hafa samt sem
áður lengi verið viðurkenndur þáttur í
bókmenntum, meira að segja Islams.
Hverju andæfir skáldsagan? Alltént
ekki trúfrelsi fólks, enda þótt ég sé trú-
laus. Hún andæfir hvað greinilegast fyrir-
skipuðum rétttrúnaði af öllu tagi, því
viðhorfi að veröldin sé alveg greinilega
Þetta og ekki Hitt. Hún andæfir enda-
lokum rökræðunnar, deilunnar, andófs-
TMM 1990:2
5