Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 11
lesandann að hugleiða hvers virði kenni- setningar trúarbragða eru. Ég spyr þá deiluaðila sem þóst hafa geta réttlætt öfgafyllstu hótanir múslima gegn mér og öðrum með því að segja að ég hafi brotið kennisetningu Islams: eru allar reglur sem settar eru þegar trúarbrögð eru grundvöll- uð óhagganlegar að eilífu? Hvað um refs- ingar fyrir vændi (að grýta í hel) eða þjófnað (limlestingar)? Hvað um bann við samkynhneigð? Hvað um erfðalög- mál í Islam, þar sem ekkju er einungis leyft að erfa áttunda hluta, og synir bera tvöfalt meira úr býtum en dætur? Hvað um lögmál um vitnaleiðslur í Islam, þar sem framburður konu er einungis hálf- gildur á við karlmann? Á líka að virða þessar reglur skilyrðislaust: eða mega rit- höfundar og menntamenn spyrja þeirra óþægilegu spurninga sem er hluti af til- verugrundvelli þeirra? Vissulega er daglega deilt þannig um reglur út um allan múslimaheiminn. Trú- arleiðtogar múslima kunna að óska þess að meyböm frá múslimaheimilum séu sett í sérskóla, en stúlkurnar vilja það ekki, og láta það í ljós í hvert sinn sem þær eru spurðar. (Breski Verkamannaflokkurinn spyr þær ekki, og hyggst framselja þær í hendur kennimannanna.) Sömuleiðis kunna geistlegir múslimar að krefjast þess að konur beri „látlausan" klæðnað, samkvæmt Hijab-reglunum, og hylji meira af Iíkamanum en karlar vegna þess að þær hafi „aðdáanlegri líkamshluta", eins og einn múslimi orðaði það svo af- káralega í sjónvarpinu um daginn; en í múslimaheiminum er fjöldi kvenna sem láta ekki segja sér þannig fyrir verkum. Kannski boðar Islam að konur víðs vegar krefjist þess að fá að yfirgefa heimilið til að vinna. Fyrst samfélag múslima dregur daglega reglur sínar í efa — og það þarf ekki að fara í grafgötur um það að músl- imar eru jafn handgengnir háðsádeilu og allir aðrir — hvers vegna þarf þá að bann- færa skáldsögu fyrir að gera það sama? En snúum okkur aftur að textanum. Vissan meintan „dónaskap“ þarf að hrekja sérstaklega. Til dæmis er atriðið þar sem félagar Spámannsins eru kallaðir „úrþvætti“ og „ræflar“ lýsing á ofsóknum á hinum trúuðu í öndverðu, og þau hrak- yrði sem vitnað er til eru greinilega ekki mín heldur láta hinir óguðlegu þau dynja á hinum sanntrúuðu. Maður spyr sig hvernig hægt er að lýsa ofsóknum í bók án þess að sýna menn stunda ofsóknir. (Eða: hvernig er hægt að lýsa efasemdum í bók án þess að leyfa efasemdamönnum að láta óvissu sína í ljós?) Hvað eiginkonur Spámannsins snertir: það sem gerist í draumum Gibreels er að mellur í hóruhúsi taka sér nöfn eigin- kvenna Magúns spámanns til að æsa við- skiptavini sína. Skýrt er skilmerkilega frá því að „raunverulegu“ eiginkonurnar „lifi siðprúðar“ íkvennabúrinu. En til hvers að draga upp svo hneykslanlega mynd? Af þessari ástæðu: í gegnum skáldsöguna leitaði ég að myndum sem kristölluðu andstæðuna milli hinna heilögu og jarðn- esku heima. Kvennabúrið og hóruhúsið skapa líka andstæðu. Hvort tvegga eru staðir þar sem konur eru hafðar í ein- angrun, í kvennabúrinu til að halda þeim fjarri öllum karlmönnum nema eigin- manni þeirra og nánum fjölskyldumeð- limum, í hóruhúsinu ókunnum karlmönn- um til nytja. Kvennabúrið og hóruhúsið eru andstæðir heimar, og það að í kvenna- búrinu er Spámaðurinn, viðtakandi heil- TMM 1990:2 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.