Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 14
Jawaharlal Nehru um veraldlega stjórn- skipun Indlands hefði grundvallarþýð- ingu. Veraldlegt stjómarfar er í tilviki Indlands ekki bara spurning um viðhorf; það er spurning um að lifa af. Ef deilur milli trúflokka ættu að ráða úrslitum í stjómarfari á Indlandi, yrðu afleiðingar hroðalegri en hægt er að ímynda sér. Margir Indverjar óttast að sú stund gæti nú verið í nánd. Eg hef barist gegn stjóm- málum á trúarlegum grundvelli alla tíð síðan ég óx úr grasi. Verkamannaflokk- urinn í Bretlandi hefði gott af því að skoða hvaða afleiðingar áhugi indverskra stjómmálamanna á að leika eftir nótum ákveðinna trúarhreyfinga kann að hafa, og íhuga hvort greinilegur áhugi sumra stjómmálamanna Verkamannaflokksins á að endurtaka sama leikinn í Bretlandi, af sömu ástæðu (atkvæðum), sé allskostar viturlegur. Að búa í Bombay (og vera síðar Lund- únabúi) þýddi líka að ég heillaðist af stór- borginni. Borgin sem raunveruleiki og myndhverfing er kjarninn í öllum mínum verkum. „Borg nútímans,“ segir sögu- persóna í Söngvum Satans, „er dæmigerð fyrir ósamrýmanlega heima.“ Það reynd- ust orð að sönnu. „Svo lengi sem þeir mætast í nóttinni, það er í lagi. En ef þeir kynnast! Þá er það úran og plútan, sem brjóta hvort annað niður, bomm.“ Það er erfitt að lýsa því hvernig manni líður eftir að hafa reynt að lýsa hlutlægum veruleika og síðan orðið að leiksoppi hans . . . Mergurinn málsins er þessi: Menning múslima hefur haft verulega þýðingu fyr- ir mig, en hún er alls ekki eini áhrifa- valdurinn. Eg er nútímamaður, módern- isti, í stórborg, sem sættir sig við óvissuna sem það eina sem er stöðugt, breytinguna sem það eina sem er víst. Ég trúi ekki á neinn guð, og hef ekki gert það síðan snemma á unglingsárunum. Ég hef and- legar þarfir, og ég vona að verk mitt hafi siðferðilega og andlega vídd, en ég læt mér nægja að reyna að svala þessum þörf- um án þess að grípa til neinnar hugmynd- ar um Skapara alls eða hinsta dómara. I stuttu máli: Eg er ekki múslimi. Manni finnst það bæði afkáralegt og fráleitt að vera lýst sem einhvers konar villutrúar- manni eftir að hafa lifað lífi sínu sem trúlaus, marglyndur maður sem velur og hafnar. Ég er hjúpaður í, og mér lýst með tungutaki sem hæfir mér ekki. Ég neita ásökuninni um guðlast, vegna þess, eins og einhver segir í Söngvum Satans, að „þar sem er engin trú, er heldur ekkert guðlast“. Ég neita ásökuninni um að hafa svikið trú, vegna þess að síðan ég varð fullorðinn hef ég ekki játast undir neina trú, og það sem maður hefur ekki játast undir verður manni ekki brigslað um að hafa svikið. Það Islam sem ég þekki lýsir því greinilega yfir að „í trúarlegum efnum skuli ekki beitt þvingunum af neinu tagi“. Þeir mörgu múslimar sem ég ber virðingu fyrir hrykkju illilega við ef því væri hald- ið fram að þeir tilheyrðu trú sinni ein- göngu vegna þess að þeir vœrufæddir inn í hana, og að hvern og einn sem væri fæddur slíkur og kysi af frjálsum vilja að vera ekki múslimi mætti því lífláta. Þegar mér er lýst sem múslima sem genginn er af trúnni, finnst mér eins og mér hafi verið ýtt á bakviðfölsun á sjálf- um mér, eins og skuggi hafi orðið áþreif- anlegur en mér hafi verið vísað í raðir skugganna. Hluti af breskum fjölmiðlum, sem ekki lúta stjórn múslima, hefur lagt sitt af mörkum í þessa fölsun á sjálfum 12 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.