Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 17

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 17
menntir og trúarbrögð, líkt og bókmenntir og stjórnmál, berjist um sama landsvæði — er allt annað en að vita einhvern veg- inn, fyrirfram, að draumur manns er um það bil að verða að veruleika, að mynd- hvörfin eru um það bil að verða efnis- kennd, að átökin sem maður reynir að fjalla um í verkinu eru í þann mund að gleypa það, og útgefendur þess og bók- sala; og mann sjálfan. Það eru litlar sárabætur, að ég hafi allt- ént ekki haft á röngu að standa. Bækur velja höfunda sína; sköpunar- starfið er ekki fullkomlega rökrænt og meðvitað. En svo ég lýsi þessu eins heið- arlega og ég get, er þetta það sem „ég vissi að ég var að gera“ hvað varðar umfjöllun um trúmál í skáldsögunni. Eg einsetti mér að kanna, með aðferðum skáldskaparins, eðli opinberunar og mátt trúarinnar. Hin dulúðuga reynsla opinber- unarinnar er augljóslega ósvikin. Þessi staðhæfing setur trúleysingjann í bobba: ef við föllumst á að dulspekingurinn, spá- maðurinn, verði í raun og sannleika fyrir einhvers konar yfirskilvitlegri reynslu, en trúum samt ekki á yfimáttúrlega veröld, hvað er þá á seyðil Meðal annars til að svara þessari spurningu hóf ég að vinna að sögunni um „Magún“. Mér var full- kunnugt um að atvikið í kringum „sat- anísku versin“ væri afar umdeilt meðal guðfræðinga múslima; að farið var að fjalla um líf Múhammeðs með eins konar lotningu sem sumir mundu telja að væri alls ekki í anda Islams, þar sem Múh- ammeð sjálfur hélt því ávallt fram að hann væri einungis boðberi, venjulegur maður; og því væri málið ákaflega viðkvæmt. Eg var sannfærður um að þar sem ég færi ekki í launkofa með að ég væri að setja saman skáldskap yrði sérhverjum lesanda ljóst að ég væri ekki að reyna að falsa söguna, heldur að láta skáldskapinn taka við þar sem sögunni sleppti. Ætlunin með að nota drauma, hugarflug, osfrv. var að segja: það skiptir ekki máli hvort þetta á „raunverulega“ að vera Múhammeð, eða hvort atvikið kringum satanísku versin átti sér „raunverulega“ stað; það sem máli skiptir er að kanna hvað slíkt atvik gæti leitt í ljós um hvað opinberun er, um það að hve miklu leyti meðvituð skapgerð dulspekingsins hefur áhrif á og tengist hinum dulræna atburði; það sem skiptir máli er að reyna að skilja hinn mannlega þátt í opinberuninni. Skáldskapnum var beitt í því skyni að skapa þá fjarlægð frá veruleikanum sem ég hélt að kæmi í veg fyrir að menn hneyksluðust. Ég hafði á röngu að standa. Jahilía, svo enn einu sinni sé beitt hinni fornu arabísku frásagnaraðferð sem ég greip oft til í Söngvum Satans, bæði „er og er ekki“ Mekka. Margt af því sem lýst er úr þjóðlífinu þar eru fengið úr sagn- fræðilegum heimildum; en hún er líka draumur um indverska borg (gatnaskip- anin út frá einni miðju er með vilja látin minna á Nýju Delhi), og, eftir að Gibreel er farinn að dveljast í Englandi, verður hún líka draumur um London. Sömuleiðis er trú „Undirgefninnar“ bæði Islam og ekki. I skáldskap eru staðreyndir notaðar sem upphafsstaður og síðan hnitar hann hringi í burtu til að kanna það sem honum er raunverulega ætlað að fjalla um og ekki er af sagnfræðilegum toga nema að litlu leyti. Að koma ekki auga á þetta, að með- höndla skáldskap eins og hann væri stað- reynd, er að gera sig sekan um alvarlegan hugtakarugling. Málið í kringum Söngva TMM 1990:2 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.