Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 18

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Side 18
Satans er kannski einn stærsti hugtaka- ruglingur bókmenntasögunnar. Hér er fleira sem ég vissi: ég vissi að það úir og grúir af sögnum af efasemdum Múhammeðs, mistökum hans og kven- semi í munnlegri geymd múslima og skyldum hefðum. Þær gerðu hann meira ljóslifandi fyrir mínum hugskotssjónum, mannlegri, og þess vegna forvitnilegri, jafnvel aðdáunarverðari. Merkustu ein- staklingar verða að berjast við sjálfa sig sem og veröldina. Ég dró aldrei í efa að Múhammeð hefði verið merkilegur mað- ur, og ég tel ekki heldur að gert sé lítið úr „Magún“ í skáldsögu minni með því að hann er gerður mannlegur. Ég vissi að Islam er engan veginn eins- Ieitur heimur, eða jafn altækur og sumir talsmenn hans gefa í skyn. Islam hefur að geyma efasemdir Iqbals, Ghazali og Khayyams sem og þröngsýna fullvissu Shabbirs Akhtars hjá Moskusambandinu í Bradford og Kalims Siddiqui, forstöðu- manns Múslimastofnunarinnar sem er höll undir írani. Islam hefur að geyma ósvífni sem og alvörugefni, virðingar- leysi sem og einræðisstefnu. Ég kunni skil á mörgu í Islam sem ég var geysilega hrifinn af, og er enn; ég vissi jafnframt að mikil grimmdarverk höfðu verið unnin í nafni Islams, eins og allra annarra helstu trúarbragða heims. Upphaflega atvikið sem draumurinn um þorpsbúana sem drukkna í Arabíuflóa er byggður á er líka hluti af því sem ég „vissi“. Sagan gerði mig agndofa, vegna þess hvað hún sagði mér um kynngimátt trúarinnar. Ég skrifaði þennan hluta skáldsögunnar til að kanna hvort ég fengi skilið fólk sem var svona guðhrætt, með því að setja mig í spor þess. Hann gerði það að yfirlögðu ráði er ein furðulegasta ásökun sem nokkurn tíma hefur verið borin á rithöfund. Auðvitað gerði ég það að yfirlögðu ráði. Spurningin er, og það er henni sem ég hef reynt að svara: hvað er þetta „það“ sem ég gerði? Það sem ég gerði ekki var að efna til samsæris gegn Islam; eða að skrifa — eftir að hafa unnið og skrifað gegn kyn- þáttafordómum árum saman — texta sem ýtti undir kynþáttahatur; eða neitt í þá áttina. Gólemið mitt, falsaði tvífarinn minn, kann að geta drýgt slíkar dáðir, en ekki ég. Hefði ég skrifað öðruvísi ef ég hefði vitað hvað mundi gerast? Satt að segja veit ég það ekki. Mundi ég breyta ein- hverju í textanum nú? Það mundi ég ekki gera. Eins og Friedrich Dúrrenmatt skrif- aði í Eðlisfrœðingunum: „Það sem einu sinni er búið að hugsa verður ekki aftur tekið.“ Deiluna um Söngva Satans verður að líta á sem pólitísks eðlis, en ekki eingöngu trúfræðilegs. Á Indlandi, þar sem vand- ræðin hófust, notaði bókstafstrúarmúsl- iminn og þingmaðurinn Syed Shahabudd- in skáldsögu mína sem barefli til að ógna ríkisstjórn Rajivs Gandhi sem stóð á brauðfótum. Krafan um að bókin yrði bönnuð var liður í valdatafli til að sýna hvers kjósendur múslima væru megnugir, en á þá hefur Congressflokkurinn hingað til treyst og má ekki við að missa. (Þrátt fyrir bannið, tapaði Congressflokkurinn múslimunum og kosningunum. Það er varasamt að treysta mönnum af sauðahúsi Shahabuddins.) I Suður-Afríku þjónaði styrinn um bók- ina hagsmunum ríkisstjórnarinnar með 16 TMM 1990:2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.