Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 27
hluta sögunnar eða líta framhjá þeim til þess að hún falli að fastmótuðu mynstri. Athyglin beinist þá að greiningu á marg- breytileika sagnanna, endurteknum átök- um, lausnum og milligöngu. Við náum tök- um á þeim ummyndunaröflum sem liggja að baki við sköpun þessa sundurlausa, end- urtekningarsama, innlenda frásagnarforms, og við gerum það í ljósi þjóðfélags- og vitsmunalegra hefða, bæði innlendra og út- lendra. í þriðja hluta þessarar greinar er stungið upp á því að bygging sagnanna tengist málarekstri í þjóðfélaginu.14 Þetta sjónar- mið felur í sér að það sé betra að skilja grunnþætti í frásagnarbyggingu sagnanna í ljósi íslenskrar þjóðfélagsgerðar en að bera þá saman við bókmenntahefðir á megin- landi Evrópu. Áherslan færist frá „ætlun“ hins óþekkta sagnaritara þar sem hún hefur löngum verið og að áheyrendum en þarfir þeirra hafa fengið of litla umfjöllun. í þeirri umrafðu sem á eftir fer snýst spurningin ekki um hvort í sögunum megi finna hetju- lega siðfræði, klerkleg viðhorf eða dæmi um samþættingu í frásögn því að allt þetta er til staðar. Sú spurning sem spyrja þarf á þessu stigi rannsókna er hvort að þessi atr- iði séu hinn skapandi grunnþáttur sagn- anna. Þótt það virðist eðlilegt að tengja frá- sagnarform sagnanna við gang mála í þjóð- félaginu þá er það sjaldan gert í almennum rannsóknum á formgerð þeirra. Fræðimenn beina sjónum sínum að söguritaranum sem einstaklingi og gera ráð fyrir að hann ætli sér að miðla kristnum hugmyndum eða germönskum hetjuhugsjónum fremur en að segja sögur sem byggja á hefð og geyma gildismat sem byggir bæði á kristni og hetjuhugsjón. Síðan fer það eftir hinum ólíku forsendum hvemig menn tengja þessa ætlun höfundar við rittækni sem hann hefur lært af fyrirmyndum frá meginlandi Evr- ópu. Áherslan hvflir alltaf á sagnamönnum sem eiga að hafa unnið með útlenda frá- sagnaraðferð og -mynstur til þess að miðla sögum um íslenskar deilur. Kenning Anderssons í The Icelandic Family Saga (1967) kemst T. M. Andersson að þeirri niðurstöðu að munnleg hefð á íslandi byggi á fornri ger- manskri hetjuarfleifð sem einnig sé á meg- inlandinu og hafi varðveist frá því fyrir landnám með flutningi hetjukvæða. Enda þótt margir fræðimenn hafi bent á hetjulega siðfræði og hefð í sögunum kom Andersson með alveg nýtt viðhorf þegar hann hélt því fram að heildarformgerð sagnanna byggði á þessari arfleifð: Það er því réttmætt að halda fram að hetjukvæði og saga hafi sömu grund- vallarformgerðina. Hvorttveggja er bundið við mynstur hetjusagna, og þaðan er komið sameiginlegt gildis- mat þessara forma og sama tilfinning- in fyrir dramatísku risi. Það er eðlilegt að gera ráð fyrir að formgerðin og til- finningin séu arfleifð hinna eldri hetju- kvæða í yngri lausamálssögum." (bls. 83) En hafa Islendingasögur sama gildismat og sömu tilfinningu fyrir dramtísku risi og hetju- eða frásagnarkvæði? Andstætt því hermennskulífi sem lýst er í hetjukvæðum Eddu þá fjalla íslendingasögur um daglegt líf fólks í landbúnaðarsamfélagi. Húsdýra- hald og túnrækt eru því verðugt söguefni þar. Sama á við um deilur og málaferli vegna móðgana, rógburðs, túna, landnytja, skepna o.s.frv. Eddukvæði eru annars kon- ar, eins og Bertha Phillpotts benti þegar á árið 1931: „Alltsem persónurnargerateng- ist hernaði: I hetjukvæðunum fæst enginn við landbúnað og í raun gera menn ekkert TMM 1990:2 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.