Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 30
Lars Lönnroth
í Njáls Saga: A Critical Introduction (1976)
reyndi Lars Lönnroth að sameina þrjár
stefnur í fomsagnarannsóknum:
„Leitina að „málfræði" frásagna eða
frásagnargerð sem geti hjálpað okkur
við að sjá hvernig sögumar urðu til;
leitina að evrópskum og kristnum
áhrifum á innlend söguform; og leit-
ina, sem hefur nýlega hafist á ný, að
munnlegri hefð sem bókmenntagrein-
in íslendingasögur sé sprottin af.“
Lönnroth rannsakareinkum Njáls sögu með
það í huga að sýna „hin almennu mynstur
[sagnaritunar] og hvernig mjög hæfileika-
ríkur listamaður víkur frá þeim.“ I sam-
bandi við persónusköpun lítur Lönnroth oft
til hetju- og goðsöguhefðar þegar hann
dregur upp myndir af persónum sem til-
búnum manngerðum (þ. e. Njáll er „Óðins-
manngerð“; Gunnar „Sigurðarmanngerð";
Flosi „fyrst og fremst Sigurðarmanngerð“;
og Bergþóra ,,Friggjarmanngerð“). Þessar
manngerðir, að viðbættri innlendri „Grett-
ismanngerð“ sem kemur meðal annars fram
í Skarphéðni Njálssyni, hrærast í veröld
andstæðna (þ. e. þar sem gæfa er andspænis
ógæfu, mannvirðing andspænis lágri þjóð-
félagsstöðu og öryggi andspænis hættu).25
Lönnroth fellst ekki á þá kenningu And-
erssons að einföld sex hluta formgerð lýsi
formi sögunnar í heild. Hann stingur upp á
tveimur styttri atburðamynstrum sem geti
hvort um sig verið endurtekið nokkrum
sinnum í tiltekinni sögu. Helsta atburða-
mynstur hans, deilumynstrið, byggir á sex
hluta formgerð Anderssons: 1. Kynning; 2.
Astæða átaka (jafnvægi raskað); 3. Fyrsta
refsiaðgerð og ótiltekinn fjöldi hefndarað-
gerða sem leiða til næsta þáttar; 4. Ris
(aðalátök); 5. Fleiri hefndaraðgerðir (val-
frjálst); 6. Lokasættir (jafnvægi kemst aftur
á). Lönnroth þróar þetta sveigjanlega
mynstur en heldur í þá áherslu sem Anders-
son leggur á ris og fastbundið ferli þar sem
allt gerist í réttri röð. Hitt atburðamynstrið
hjá Lönnroth er ferðamynstrið sem hann
lagar að mestu eftir því ferli sem Joseph
Harris benti á í íslendingaþáttum varðandi
ferðalög til útlanda.26 Með því að nota
dæmi af Njáls sögu lýsir Lönnroth ferða-
mynstrinu „sem hliðarþætti innan eða á
milli deilukafla“ (bls. 71). Þættirnir sem
mynda deilumynstrið snúast um „ævintýri
einnar hetju (eða einhuga hetjuhóps)."
Lönnroth færir rök að því að þessi inn-
lendu mynstur hafi verið saman sett í anda
hefðbundinna aðferða þar sem smærri frá-
sagnir voru sameinaðar í stærri einingar;
hann setur fram stigskipta flokkun í anda
Richards Allens:27 „Efsta stigiðer hálfsjálf-
stæðar frásagnir, þœttir . . .“ (bls. 43-44).
Þeim má skipta niður í kafla sem aftur má
kljúfa niður í hluta, annaðhvort með drama-
tískum atriðum (venjulega í þremur hlut-
um: kynning, samræður, lausn) eða lýsingu.
Samkvæmt Lönnroth „má líta á hlutana sem
frumeind frásagnar í Islendingasögum.“
Allir þessir „flokkar eiga við form, ekki
inntak“ (bls. 44).
Lönnroth lítur ekki framhjá þjóðfélags-
legu samhengi. Hann dregur upp mynd af
því umhverfi sem hefur mótað það sem
hann nefnir „klerklegan hugarheim" og
bendir á tiltekinn þrettándu aldar stjóm-
málamann sem hann telur að geti verið höf-
undur Njáls sögu. Lönnroth fullyrðir að þeir
sem lesi bókfestumanninn Sigurð Nordal
„gætu haldið að sagnaritun hafi þrifist í
þjóðfélagslegu tómarúmi“ (bls. 207). Hann
segir að Nordal vísi oft til þjóðlegrar eða
sögulegrar hefðar en það sé aðeins „eins
konar ómótað hráefni sem sagnaritarinn
seilist til; hann virðist ekki hugsa um það
sem munnlegar bókmenntir.“ Lönnroth
bætir þetta sjálfur upp með því að halda
fram að slíkir söguhlutar og aðrar stuttar
28
TMM 1990:2