Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 35
sögum sýndi að að þær væru flóknari bók- menntir en þjóðsögur en hann taldi línulega framsetningu þjóðsagna einkenna munn- legar frásagnir.37 Síðan Olrik var og hét hafa þjóðfræðingar hins vegar tekið að efast um gildi svo afgerandi og altækra lögmála38 sem eru oft, eins og í þessu tilfelli, runnin frá fræðimönnum sem stunduðu engar vett- vangsrannsóknir. Hvað varðar íslendinga- sögur og frásagnarform þeirra, sem er svo nátengt íslensku eyjasamfélagi, þá eru al- menn lögmál af þessu tagi enn meira ófull- nægjandi og mjög misvísandi. Enda þótt sögurnar séu ekki stuttar þjóðsögur liggur ekki beint við að álykta að þær hljóti að vera ritað söguform. Nýlegar rannsóknir hafa einmitt dregið fram í dagsljósið margar flóknar frásagnir sem afsanna þá fullyrð- ingu að „margbrotinn“ þýði „ritaður.“ Til dæmis má nefna Mwindo epíkina frá Mið- vestur-Afríku en það er löng lausamálssaga þar sem sjá má samþættingu atburðarása.'39 Sama má segja um serbókróatíska kvæðið, „Bagdaðssönginn“.40 Þessar frásagnir koma báðar beint úr munnlegri geymd og voru skráðar með vettvangstækni nútímans. Clover sækir sér einnig fræðilegan stuðn- ing til Andreasar Heuslers og vitnar þrisvar sinnum til fullyrðingar hans frá 1913: „Þessi margbrotna aðferð [samþætting] er miklu flóknari en svo að sagnamenn hafi haft hana á valdi sínu fyrir ritöld. Við það bætist að dýpt frásagnarinnar og stærð verk- anna fer langt fram úr því sem hægt er að bjóða upp á í munnlegum flutningi. (bls. 59-60,62, 198). Eitt helsta vandamálið við að nota þessa fullyrðingu til að styðja al- hæfingu um Islendingasögur er að Heusler var ekki að tala um íslendingasögu eftir óþekktan höfund. Eins og Clover bendir á sjálf á fullyrðingin við konungasögu, þ. e. Olafs sögu helga sem er mjög meðvituð ævisaga eftir Snorra Sturluson og hluti af Heimskringlu. Enda þótt Heusler hafi skoð- að konungasögurnar sem bókmenntaverk þá leit hann ekki á íslendingasögur í sama ljósi og því virðist það vera nokkuð langsótt að nota fullyrðingu hans til að styðja alls ólíkar hugmyndir.41 Rannsóknarviðhorf Carolar Clover bygg- ir á þeirri forsendu að sögurnar hafi ekki verið ætlaðar mjög breiðum áheyrendahópi í þjóðfélaginu heldur verið ritaðar bók- menntir sem fámennur hópur bókmennta- manna las. Þrátt fyrir vitnisburð sagnanna sjálfra um að blandaður hópur fólks hafi hlustað á þær þá lítur hún framhjá vits- munalegum hæfileikum hlustenda og hafn- ar möguleikum munnlegrar frásagnartækni. Hún gefur sér þá forsendu að munnleg saga hafi verið einföld saga sem menn Iögðu á minnið. í samræmi við þetta viðhorf er gert ráð fyrir því að áheyrendur sem hlustuðu á upplestur sögu hafi í mesta lagi getað haft af því nokkra skemmtun og aðeins: getað fylgst með almennri framvindu sögunnar (sem þeir þekktu líkast til að einhverju leyti). En vegna þess að sög- umar voru lesnar í köflum er ólíklegt að áheyrendur hafi kunnað að meta vönduð bókmenntaleg smáatriði í heildarsöguþræðinum — hvemig allar hliðarsögumar tengjast saman, lang- tíma forspár og hliðstæður og tíma- þáttinn þegar tvennum sögum fer fram samtímis. Þetta eru bókmenntaleg ein- kenni sagnanna, ætluð lesendum sem lesa fyrir sjálfa sig. Líkt og lesendur rómansa í óbundnu máli þótti þeim „þjálfun minnisins eftirsóknarverð í sjálfri sér og hún veitti þeim ákveðna fullnægju." 2 Getur verið að lestur í einrúmi þurfi að koma til svo að menn hafi gaman af því að þjálfa minnið? Clover staðhæfir að áheyr- endur og munnleg frásagnartækni ráði ekki við aðrar sögur en þær sem láta allt gerast í „réttri röð“ og það útilokar allt nema krónó- TMM 1990:2 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.