Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 37
þær bæði nokkuð frá þáttum úr lífi þjóðar- innar og því frásagnarformi sem hún skap- aði til að segja sögur um lífið á íslandi. Aheyrendur á miðöldum kröfðust ekki frá- sagna af staðreyndum; en þeir ætluðust til þess að sögumaður íslendingasögu fylgdi mjög fastmótaðri braut. Mikilvægt er að sagan þurfti að vera sennileg; hún varð að geta hafa gerst og þannig gagnaðist hún í þjóðfélagslegu samhengi. Til að ná þessu markmiði notaði sögumaðurinn þær menn- ingarlegu uppsprettur sem hann gat ausið af. Þar á meðal voru lán úr þjóðsögum sem áttu greiða leið inn í frásögn af deilum því að slíkar sögur standa djúpum rótum í fram- vindu átaka og lausn þeirra. Sama einfalda ferlið opnaði einnig beina leið fyrir nýlegt efni úr bókmenningunni (hvort sem menn hlustuðu á það eða lásu sjálfir) eftir að ritun barst til landsins. Sögumaðurinn notaði þá einföldu frá- sagnartækni að setja saman söguklasa og búa til úr þeim lengri sögu. Þessa tækni var auðvelt að laga að hverju sem er og hún byggðist á því að nota þrjár frásagnardeild- ir: átök, milligöngu og lausn. Með hliðsjón af hugtakakerfi málvísinda má líkja hlut- verki ódeilanlegra atburðaeininga í sögum við hlutverk morfema í tungumáli.41 Með hliðsjón af óbreytanlegri og þjóðfélagslega viðurkenndri hegðun raðaði sögumaðurinn þessum atburðaeiningum á ýmsa vegu og fyllti upp með ólíkum, oft skálduðum, smá- atriðum. Þannig notaði hann þessar litlu einingar til að umbreyta þjóðfélagsformi yfir í frásagnarform. Sögumaðurinn vann innan hefðar þar sem persónur, atburðir og staðfræði voru öllum kunn en hann kaus sín eigin áhersluatriði. Honum var frjálst að ákvarða hvaða smáatriði og hvaða þekktu atburði hann átti að taka með og hverju hann átti að bæta við. Aftur og aftur koma sögurnar að einhvers konar deilum og árekstrar eru svo mikið meginatriði að þeg- ar fjallað er um ástir, eins og í Laxdæla sögu eða í skáldasögunum Hallfreðar sögu og Gunnlaugs sögu ormstungu hafa sögurnar takmarkaðan áhuga á ástalífi. í stað þess snúast þær að miklu leyti um harkalega baráttu karlmanna um ákveðnar konur.44 Frásögnin einblínir á þróun deilna lið fyr- ir lið og fær þannig sömu byggingu og rás atburða í deilum. Athafnir tengjast saman og mynda „deilukeðjur“ eða „þætti“ sem falla ekki að fastmótuðu epísku mynstri með einum átökum, risi og lausn. Þess í stað halda þeir áfram á rökréttan hátt eftir þeim möguleikum sem átökin bjóða upp á. Líkt og atburðir í átakadeildum koma atburðir í lausnardeildum fyrir aftur og aftur í frá- sögninni og lausnir geta ýmist verið með ofbeldi, oft blóðhefnd, eða án ofbeldis þeg- ar menn komast að samkomulagi. Sem dæmi má taka að í frásögn sögu af deilum eru hefndir eða friðsamlegt samkomulag algengustu lausnirnar og lausnardeildir koma oft hver á eftir annarri. Þannig getur friðsamlegri lausn verið spillt með blóð- hefnd sem aftur hleypir af stað nýjum átök- um og lausnum. Þetta getur síðan undirbúið jarðveginn fyrir frekari refsingar, þörf á milligöngu og enn meira ósætti. Helsta nýjungin í frásagnarhætti fom- sagna er áberandi vegna séríslenskra að- stæðna. Þessi nýjung, sem ég hef nefnt milligöngu,45 kemur fram í virkum tengsl- um persóna, bæði formlegum (tengslum goða og þingmanns, ættartengslum, hand- sölum o.s.frv.) og óformlegum (svo sem leyndum þráðum vinfengis).46 Þessi tengsl og hvernig þeim er lýst í frásögninni hafa úrslitaþýðingu. Annars vegar vernda þau einstaklinginn og hins vegar hvetja þau hann til að taka þátt í deilum sagna.47 Milli- ganga snýst um að einn starfar i umboði annars og fer með völd hans og stöðu. Hún er einnig nátengd sæmd þeirra sem í hlut eiga. Milliganga kemur fyrir aftur og aftur í sögunum því að hún er lykillinn að því að koma sér upp samböndum og viðhalda TMM 1990:2 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.