Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 62
kjarni málsins er sá í hvaða samhengi á að skilja og túlka eddukvæði eins og Völuspá og hvernig á að meðhöndla hugsun þess. Ef „munnlega kenningin“ er rétt liggur næst við að álykta, að kvæðið hafi orðið til í þeim munnlega flutningi þegar það var skrifað niður og „höfundurinn“ hafi verið sá kvæðamaður sem flutti það þá. Eftir því sem best er vitað ætti það að hafa gerst í lok 12. aldar eða á fyrri hluta hinnar 13. Það gæti því komið manni á óvart, þegar Gísli segir í eftirmála útgáfu sinnar: „Samt meg- um við ekki gleyma því að Völuspá er göm- ul. Kannski var svipað kvæði fyrst ort í kringum árið 1000 af manni sem var í líkri aðstöðu og Njáll bóndi á Bergþórshvoli þegar hann frétti af kristninni og sá fram á vígaferli sonasinna(...). Þaðersamtfrekar ólíklegt. Svipað kvæði hefur örugglega ver- ið til með norrænum þjóðum miklu lengur“ (bls. 98-99). Látum það liggja milli hluta, þótt þessar ágiskanir og jafnvel fullyrðingar um „svipuð kvæði“ brjóti í bága við þá reglu Gísla sjálfs að tala ekki um „glötuð kvæði og týnd handrit" (bls. 87), og ekki séu neinar heimildir fyrir því að kvæði af þessu tagi hafi „örugglega“ verið til á Norð- urlöndum löngu fyrir árið 1000: þessar setningar virðast fyrst og fremst vera í mót- sögn við kenninguna um sköpun kvæðis í beinum flutningi frammi fyrir áheyrendum. En hér er samt ekki um neina mótsögn að ræða: Gísli hugsar sér að „munnleg hefð“ hafi verið sífljótandi, til hafi verið mikill fjöldi af svipuðum kvæðum, því þau hafi verið í „stöðugri endurnýjun“ og „lagað sig að umhverfi sínu, áheyrendum og tíðar- anda“ fyrir „nýsköpun þeirra sem (fluttu) kvæðin með það í huga að áheyrendum (líkaði) sem best“ og því sé „ekki hægt að tala um ákveðinn aldur einstakra kvæða“ (tilvitnanir í útgáfu Gísla bls. 89). Sam- kvæmt þessari kenningu er það því ógern- ingur að staðsetja kvæði á einum ákveðnum punkti í tímans rás og túlka það í samræmi við þær aðstæður og þau viðhorf sem þá ríktu (nema ef við skyldum vita að eitthvert kvæði hafi verið spunnið upp frá rótum á ákveðnum tíma og skrásett um leið, en það á alla vega ekki við um Völuspá): kvæðið varð að hafa merkingu eins og það var í hvert skipti — út frá sjónarmiði og smekk áheyrenda — og það er eina merkingin sem ritskýrandinn getur miðað við, en jafnframt gat kvæðið verið myndbreyting og „ný- sköpun“ á „svipuðu kvæði“, sem kannske hafði verið kveðið við allt aðrar aðstæður, og þar fram eftir götunum, enda var ekki verið að gera annað en raða saman formúl- um, fylla út í þær og laga þær hverja að ann- arri eftir meira eða minna ljósum þræði. Viðmiðunin verður því ekki stundin í tím- ans rás, heldur áheyrendurnir og smekkur þeirra. Allt annað verður uppi á teningnum, ef við gerum ráð fyrir því að kvæði hafi verið ort á ákveðnum stað og tíma, síðan verið lært og munað og flutt frammi fyrir áheyr- endum sem forn spjöll en ekki sem „skemmtun“ sem laga þurfti þannig að þeim líkaði sem best. Þá er hægt að skýra kvæðið út frá aðstæðum á vissu augnabliki sögunnar og viðbrögðum skálds við þeim. Það skiptir engu máli hvenær það augnablik var, hvort það var löngu á undan þeim tíma þegar skrásettur texti kvæðisins varð til eða ekki: aðalatriði er að verkið erekki eitthvað sem rennur fljótandi og síbreytilegt áfram heldur er það stundlegt, það tilheyrir ákveðnum tíma í framvindu sögunnar og er upphaflega hluti af honum, og af því fær það grundvallarmerkingu sína, þótt það geti ekki síður átt erindi við þá tíma sem á eftir fara. Einn sérkennilegasti þátturinn í Völuspá er sá árekstur sem þar verður milli kristni og heiðni. Kvæðið fjallar um heiðna guði og rekur heiðnar goðsagnir eða vísar að 60 TMM 1990:2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.