Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 65

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 65
líkaði sem best hverju sinni. Við verðum að fara aftur á þá stund sögunnar, þegar heiðni varennþá lifandi trúarbrögð en menn höfðu samt þegar aðgang að ýmsum heimspeki- legum og guðfræðilegum vangaveltum, tengdum kristindómi, — og þegar uppi voru menn sem létu sig þennan árekstur miklu máli skipta. Svo miklu máli kannske að það hélt fyrir þeim vöku á lágnættinu og þeir lögðu á sig að kafa djúpt í hvort tveggja. Það er út frá hugmyndastraumum og ímyndunum þessarar sérstöku stundar sem við verðum að reyna að skilja Völuspá. Þetta er ærið verkefni fyrir fræðimenn, en hægt er að byggja á miklu starfi sem þegar hefur verið unnið. En varðandi spuminguna sem borin var upp rétt áðan, ætla ég að leyfa mér að koma með tilgátu sem ég vil vitanlega ekki selja dýrar en ég keypti, þó mér sé það svo sem meinalaust að menn taki hana ámóta alvar- lega og ég geri. En hún er sú að höfundur Völuspár hafi verið apostata, sem sé maður sem hafi gerst kristinn af mikilli alvöru en síðan kastað trúnni og snúið sér aftur að trúarbrögðum feðra sinna. Til að leyna nú engu vil ég taka fram að ég fékk þessa hugmynd þegar ég rakst einu sinni á frásögn Lévi-Strauss af indíána sem hafði tekið kristni og fengið talsverða skólun hjá trú- boðum, en eftir mjög alvarleg veikindi og þungar draumfarir á miðjum aldri hafði hann tekið sinnaskiptum á ný og aðhyllst fom trúarbrögð sinnar eigin þjóðar, sem hann hafði alist upp við. Lévi-Strauss segir, að indíáni þessi hafi síðan verið ómetan- legur hjálparmaður mannfræðinga, sem voru að rannsaka trú og goðafræði þjóðar- innar: hann skildi spurningar þeirra og gat skilgreint trúarbrögðin sem kerfi og útskýrt einstök atriði þess.11 Nú geta menn vitanlega dregið í efa, að útskýringar manns, sem orðið hafði fyrir svo sérstæðri reynslu og fengið menntun hjá kennurum framandi þjóða, hafi æfin- lega verið sannleikanum samkvæmar og gert rétta grein fyrir trúarbrögðum indíána- þjóðarinnar eins og þau voru. En það má hins vegar segja, að maður sem var í svipaðri aðstæðu og átti að baki hliðstæðan feril með námi, sálarkreppu og trúskiptum hafi haft mörg skilyrði þess að geta ort Völuspá. A einhvern slíkan hátt má sem sé skýra hvemig til hafi orðið á miðöldum norrænt skáld, sem kunni fyllilega skil á hugmyndinni um sköpun ex nihilo og mörgum öðrum heimspekikenningum af því tagi og gat meðhöndlað þær, en kaus samt að nota þessa menntun sína og „andlega tækni“ til að yrkja heiðið goða- kvæði, þar sem hann dýpkaði fornar goð- sagnir og magnaði þær upp. Það er und- arlegt hvað norrænum fræðimönnum sést oft yfir að það má hafa töluvert gagn af þeim spjöllum sem mannfræðingar kunna að segja af fjarlægum þjóðum og sækja til þeirra margvíslegar hugmyndir. Slík kenn- ing um stöðu skáldsins getur þó vitanlega ekki orðið annað en bakgrunnur, þegar á að skýra heildarsýn kvæðisins, — þá flugelda- sýningu skáldlegra mynda sem þar er brugðið upp og þá hugsun sem framvinda þeirra leiðir smám saman fram. En kenning- in gæti minnt menn á, að líklegt er að kristnitakan hafi verið margþætt og flókið mál með alls kyns víxlverkunum og skap- andi árekstrum. Nú býst ég engan veginn við því að menn séu mér sammála um einstök atriði í þessu dæmi af þriðju vísu Völuspár. En hjá því verður varla komist að draga nokkrar skýrar álytkanir af þessu öllu saman: 1) Þótt það sé vitanlega sjálfsagt og eðli- legt að útgefendur Völuspár taki þann kost að fara eftir texta Konungsbókar (með nauðsynlegum leiðréttingum) og prenti því t.d. „þar er Ýmir byggði“ í þriðju vísunni, þar sem bæði aðalhandritin hafa línuna þannig, er ekki hægt að skjóta sér undan því að tilfæra og ræða mikilvæg textaafbrigði TMM 1990:2 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.