Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 74

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 74
sem hún kom nálægt. Nú voru ekki eftir nema daufar útlínur og viskustykkið þar að auki rifið langsum, mitt á milli brjóstanna. Töfrarnir horfnir. Kötturinn hafði fært sig að matarskálinni og sleikti hana af áfergju. Hljóp síðan á eftir manninum þegar hann fór út úr eldhúsinu. Þeir gengu gegnum stofuna. Kötturinn flæktist fyrir fótum mannsins. Hann hægði á sér og steig síðan yfir köttinn sem reyndi að nudda sér upp við inniskóna. Dúkurinn í stofunni glansaði ekki lengur, enda langt liðið frá jólum. Óþarfi að vera alltaf að skúra, nóg að sópa vikulega. Maðurinn hélt áfram fram í forstofu. Þar var lítil kommóða. Grár vettlingur stóð upp úr efstu skúffunni sem var opin til hálfs. A veggnum á móti var spegill þar sem maðurinn gat séð sig næstum allan, ekki inniskóna og sokkana eða tána sem stóð út úr, en allt annað. Hann brosti til sín og sperrti brjóstkassann lítið eitt, lagaði skyrtuna, gyrti hana niður í buxurnar og þrengdi beltið um eitt gat. Strauk hendinni í gegnum hárið sem var aðeins farið að þynnast. Hann tók greiðu úr rassvasanum og greiddi það aftur frá enni. Hátt gáfulegt enni og blá augu, hvort tveggja úr móðurættinni. Nefið kannski full breitt en karl- mannlegt, eins og breiðar herðarnar. Glæsilegur. Hann tók svartan lítinn trefil úr kommóðuskúffu og vafði honum um hálsinn. Svo fór hann í brúna úlpu og renndi upp í háls. Kötturinn sem var kominn upp á kommóðuna stökk niður, hljóp að dyrunum og mjálmaði bænarrómi. „Nei, Skarphéðinn minn, þú ferð ekkert núna. Kannski á eftir þegar þú hefur borðað eitthvað.“ Hann tók köttinn upp og setti hann inn í stofu, lokaði forstofuhurðinni. Fór í svarta nýlega kuldaskó og steig út í snjóinn. Tók fast í hurðina til að athuga hvort hún væri vel lokuð. Gekk svo varlega upp tröppurnar sem voru einhvers staðar undir snjónum. Hann hefði kannski átt að moka þær. Milli hússins og bílskúrsins hafði myndast djúpur skafl um nóttina og hann varð að taka á sig krók og ganga hringinn í kringum húsið. Eins gott að eigandinn var ekki heima þessa helgi, hún hefði sjálfsagt reynt að kenna honum um hvað grasið væri illa farið, þótt það væri langsótt. Hann stappaði af sér mesta snjónum þegar hann kom út á gangstéttina. Það 72 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.