Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 79

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 79
Þórarinn Eldjárn Andar líkiö? Um rímur Titillinn sem ég í þröngri stöðu og af lítilli fyrirhyggju valdi þessu spjalli mínu gefur á vissan hátt í skyn að um einskonar minn- ingargrein geti verið að ræða: lík virðist vera til staðar, spurningin snýst um þetta lík, en felur um leið í sér nokkra lífsvon, því ef það andar þá getur það varla verið lík, að minnsta kosti ekki samkvæmt ströngustu skilgreiningu. Allt getur því gerst. Það kann jafnvel svo að fara að minningargreinin eigi eftir að víkja sög- unni vestur til Breiðafjarðardala og breyt- ist jafnvel á endanum í baráttuhvöt eða manífestó sem skynjar nýja gullöld rímna framundan, til dæmis þá tuttugustu og fyrstu. Hinu má þó ekki gleyma að til er margs- konar dauði, til dæmis getur ein bók- menntahefð verið talin lifandi, en í raun legið heiladauð í akademískum öndunar- vélum meðan önnur sem er að drukkna í dánarvottorðum sést sprelllifandi alstaðar þar sem eitthvað er að gerast. Þetta hefur m.a. skáldsagan margoft fengið að reyna og er þó ekki annað vitað en að henni hafi liðið sæmilega síðast þegar til hennar spurðist. Stundum er líka talað um and- legan dauða og hverskyns dauða annan í yfirfærðri merkingu og loks vil ég minna á tilvist drauga og afturgangna sem eru óvéfengjanleg staðreynd, að minnsta kosti í bókmenntafræði. Nægir þar enn að benda á ódrepandi og margafturgengið fyrirbæri eins og söguþráðinn. En hvert sem þetta kann að leiða okkur er hitt þó víst að ég ætla að byrja þetta sem minningargrein og þá kallar formið óhjá- kvæmilega á það, að ég geri grein fyrir ætt og uppruna hins látna samkvæmt staðl- aðri aðferð og síðan helstu æviatriðum allt til dánardægurs, eða á ég kannski frekar að tala um meint dánardægur? Rímnahefðin fæddist árið 1360 með Ól- afs rímu Haraldssonar eftir Einar Gilsson, sem skráð er í Flateyjarbók. Hátt á fimmtu öld voru rímur síðan umfangsmesta og ástsælasta bókmenntagrein íslensku þjóð- arinnar. Rímnahefðin lést skömmu fyrir 1840 og má rekja andlátið beint til svöðu- sárs sem Jónas skáld Hallgrímsson veitti rímunum í ritdómi í Fjölni árið 1837. Ætt- ir rímnahefðarinnar stóðu annars vegar styrkum fótum í fornri íslenskri braglist með stuðlum sínum og höfuðstöfum, hendingum, kenningum og heitum og annarri Eddu prýði, en í hina ættina voru þær komnar af útlendum dans- og skemmtikveðskap sem lagði m.a. til TMM 1990:2 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.