Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 91
viðhorf setja gildisdómum fylgjenda sinna ákveðnar skorður. Til dæmis geta fylgjendur nýrýni eða formgerðarstefnu tæpast fordæmt tiltekinn höfund fyrir skort á einlægni. Þessar stefnur gera nefnilega ráð fyrir því að ekkert sé hægt að segja af viti um það hvemig sálarlíf höfundar birtist í verkum hans. Þannig leggja listfræðileg viðhorf vissar kvaðir á fylgjendur sína, nýrýnandi verður að hafna ákveðnum gerðum gildisdóma ef hann vill vera samkvæmur sjálfum sér. Þessar kvaðir eru þeirrar náttúru að þær eru hlutlægar því þær eru röklegar, hlut- drægar af því þær beina gildismati inn á ákveðnar brautir. Þessi greining sýnir að bæði hefðbundin hlutlægnishyggja og hlutdrægnishyggja eru bókmenntafræð- inni lélegt leiðarhnoð. En hvað koma þessar vangaveltur sjálf- dæmishyggjunni við? Því er til að svara að sjálfdæmishyggjan leggur, eins og önnur listfræðileg viðhorf, röklegar kvað- ir á fylgjendur sína, beinir gildisdómum þeirra inn á ákveðnar brautir, í átt að ný- stefnu og annarri andfrumspekilegri list.10 Nú kann einhver að spyrja hvort það þjóni einhverjum tilgangi að hamast gegn raunspeki, sem er, eins og áður sagði, að mestu fyrir bí. En staðreyndin er sú að sjálfdæmishyggjan og systir hennar af- stæðishyggjan lifa enn góðu lífi í bók- menntafræðum og það hjá þeim sem síst skyldi, hjá yfirlýstum raunspekiféndum. Margir bókmenntafræðingar sem inn- blásnir eru af kvenhyggju og rofhyggju (e. deconstruction) telja túlkun bók- menntatexta öldungis smekkbundna eða afstæða. Þeir skemmta því skrattanum, þ.e.a.s. raunspekinni, því þeir eru algjör- lega sammála fulltrúum hennar um að gildismat sé handan skynsemi. En hvern- ig veit bókmenntafræðingurinn að túlkun hans er smekkbundin og ofurseld hlut- drægni? Ef hann er dæmdur til algerrar hlutdrægni getur hann ekki verið dómbær á eigin túlkanir. Og ef hann veit að túlkun hans á tilteknum texta er hlutdræg þá get- ur hann í rólegheitum hreinsað hið litaða frá og þá er hann ekki lengur alveg hlut- drægur. í þessari greiningu er undirskilið að „hlutdrægur" merki það andstæða við „hlutlægur“. Hlutdræg er þá kenning eða staðhæfing ef sannleiksgildi hennar er kyn-, einstaklings- eða samfélagsbundið. Sumir segja að allir textar, allar stað- hæfingar séu hlutdrægar. En þá er stað- hæfingin (S) „Allar staðhæfingar eru hlutdrægar“ sjálf hlutdræg og því engin ástæða til að taka hana fram yfir neitun hennar („Það er rangt að S“). Og ef við getum vitað með vissu að S sé sönn þá er hún ekki lengur hlutdræg og þar með röng. Ef hún er sönn þá er hún ósönn og þar með fellur hlutdrægnishyggjan um sjálfa sig. Það er eitt að segja að bók- menntafræðin geti ekki verið fyllilega hlutlæg, annað að segja að kenningar hennar hljóti að vera algjörlega gegnsósa af hlutdrægni. Öm Ólafsson bendir á at- hyglisverða lausn á hlutdrægnisvandan- um. Hann vill að bókmenntafræðingar túlki texta með ýmsum hætti og beri svo túlkanimar saman og reyni að velja þá skástu." Auðvitað höfum við enga trygg- ingu fyrir því að samanburðurinn verði hlutlægur en við getum að minnsta kosti reynt með þessum hætti að yfirvinna eitt- hvað af fordómum okkar. Gott og vel, kann einhver að segja, en hefur háæruverðugur höfundur boðið les- TMM 1990:2 89
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.