Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Síða 93
sem hvert hafi sinn sjálfstæða matshátt.14
Menning er því ekki aðeins rímorð sem
rímar á móti þrenning, menning er þrenn-
ing, eins og Steinn Steinarr sagði eitt sinn!
Sú staðreynd að nýstefnuskáld reyna
oftast að hreinrækta tjáningu og láta sann-
leika og siðferði lönd og leið er í samræmi
við þrígreiningu Habermas. Hefðbundinn
skáldskapur aftur á móti samtvinnar tján-
ingu, fræðslu og boðun, enda sprottinn úr
jarðvegi einsleitrarmenningar. Skáldsaga
Victors Hugos, Vesalingarnir, er gott
dæmi um slíka samtvinnun. Höfundur gef
ur með reglulegu millibili félagsfræðileg-
ar skýringar á hegðun sögupersónanna,
auk þess sem hann veitir lesandanum upp-
lýsingar um gang mála við Waterloo
1815. Og ekki dylur hann vanþóknun sína
á því óréttlæti sem vesalingamir eru beitt-
ir.
Hugmyndin um aðskilnað skáldskapar
frá siðferði kemur fyrst fram hjá Kant og
Schiller.15 Og rómantísku skáldin settu
tjáningu tilfinninga í öndvegi. En þau
gleymdu aldrei heimssýninni, boðuðu t.d.
þjóðemisstefnu, og voru í sinni tjáningu
önnum kafin við að segja sannleikann um
sitt innra ásand.
Charles Baudelaire, einn af upphafs-
mönnum nútímaskáldskapar, andæfir
beinum orðum þeirri skoðun að skáld-
skapur eigi að vera menntandi og sið-
bætandi. Skáldið missir mikið af sínum
ljóðræna krafti ef hann hefur siðferðisleg
markmið með kveðskap sínum, þótt
vissulega séu tengsl milli siðferðiskennd-
ar og fegurðarskyns. Ljóðlistin getur ekki
haft sannleikann að viðfangi, aðeins
sjálfa sig, segir Baudelaire. En Baudelaire
er líka á móti þeirri skoðun að ljóðið sé
afurð ástríðna. Sú þrá mannsins eftir feg-
urð, sem birtist í ljóðum, er óháð jafnt
ástríðum, sem „ölva hjörtu vor og sann-
leikanum, sem er fæða skynseminnar".16
Nýstefnumenn leggja fremur áherslu á
hið tjáða en tjáningu tilfinninga. Skáld
sígilda skólans beindu sjónum sínum að
inntaki kvæðisins, rómantíkerar að ferl-
inu, þ.e.a.s. tjáningunni, nýstefnumenn að
afurðinni, þ.e.a.s. hinu tjáða. Ahersla ný-
stefnunnar á hið tjáða er skyld áherslu
nútímafræðimanna á mikilvægi tungu-
máls og táknkerfa hvers konar, textinn
öðlast sjálfstætt líf. Þess má geta að flestir
heimspekingar á vorum dögum efa að
hægt sé að greina skarplega milli hugs-
unar og tungumáls, milli tjáningar og þess
tjáða. Og enn sjáum við tengsl milli raun-
speki og nýstefnu því raunspekingarnir
lögðu áherslu á formlega greiningu setn-
inga og töldu allt tal um þann veruleika
sem þessar setningar kynnu að vísa til
frumspekilegan vaðal af verri gerðinni.
Setningamar vísa bara til annarra setn-
inga og mynda því lokað kerfi líkt og
nýstefnuverk sem ekki vísar út fyrir sig
sjálft. Og margir nútímaheimspekingar
efa ágæti þeirrar kenningar að sannleikur
sé samsvörun við veruleika.17 Staðhæf-
ingar „ljósmynda“ ekki veruleikann leng-
ur fremur en listaverkin!
Efi um möguleika mannsins á að
„mynda veruleikann“ er einn af burðar-
ásum nútímaeðlisfræði. Og það er ýmis-
legt líkt með byltingunni í eðlisfræði á
öndverðri öldinni og formbyltingunni í
skáldskapnum. Það eru tengsl milli atóm-
fræða og atómkvæða! Heimsmynd vís-
indanna varð sértæk og torræð, hætti að
vera heims-mynd í orðsins eiginlegu
merkingu. Ein af grundvallarforsendum
newtonskrar eðlisfræði er sú að hlutir
TMM 1990:2
91