Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Qupperneq 93
sem hvert hafi sinn sjálfstæða matshátt.14 Menning er því ekki aðeins rímorð sem rímar á móti þrenning, menning er þrenn- ing, eins og Steinn Steinarr sagði eitt sinn! Sú staðreynd að nýstefnuskáld reyna oftast að hreinrækta tjáningu og láta sann- leika og siðferði lönd og leið er í samræmi við þrígreiningu Habermas. Hefðbundinn skáldskapur aftur á móti samtvinnar tján- ingu, fræðslu og boðun, enda sprottinn úr jarðvegi einsleitrarmenningar. Skáldsaga Victors Hugos, Vesalingarnir, er gott dæmi um slíka samtvinnun. Höfundur gef ur með reglulegu millibili félagsfræðileg- ar skýringar á hegðun sögupersónanna, auk þess sem hann veitir lesandanum upp- lýsingar um gang mála við Waterloo 1815. Og ekki dylur hann vanþóknun sína á því óréttlæti sem vesalingamir eru beitt- ir. Hugmyndin um aðskilnað skáldskapar frá siðferði kemur fyrst fram hjá Kant og Schiller.15 Og rómantísku skáldin settu tjáningu tilfinninga í öndvegi. En þau gleymdu aldrei heimssýninni, boðuðu t.d. þjóðemisstefnu, og voru í sinni tjáningu önnum kafin við að segja sannleikann um sitt innra ásand. Charles Baudelaire, einn af upphafs- mönnum nútímaskáldskapar, andæfir beinum orðum þeirri skoðun að skáld- skapur eigi að vera menntandi og sið- bætandi. Skáldið missir mikið af sínum ljóðræna krafti ef hann hefur siðferðisleg markmið með kveðskap sínum, þótt vissulega séu tengsl milli siðferðiskennd- ar og fegurðarskyns. Ljóðlistin getur ekki haft sannleikann að viðfangi, aðeins sjálfa sig, segir Baudelaire. En Baudelaire er líka á móti þeirri skoðun að ljóðið sé afurð ástríðna. Sú þrá mannsins eftir feg- urð, sem birtist í ljóðum, er óháð jafnt ástríðum, sem „ölva hjörtu vor og sann- leikanum, sem er fæða skynseminnar".16 Nýstefnumenn leggja fremur áherslu á hið tjáða en tjáningu tilfinninga. Skáld sígilda skólans beindu sjónum sínum að inntaki kvæðisins, rómantíkerar að ferl- inu, þ.e.a.s. tjáningunni, nýstefnumenn að afurðinni, þ.e.a.s. hinu tjáða. Ahersla ný- stefnunnar á hið tjáða er skyld áherslu nútímafræðimanna á mikilvægi tungu- máls og táknkerfa hvers konar, textinn öðlast sjálfstætt líf. Þess má geta að flestir heimspekingar á vorum dögum efa að hægt sé að greina skarplega milli hugs- unar og tungumáls, milli tjáningar og þess tjáða. Og enn sjáum við tengsl milli raun- speki og nýstefnu því raunspekingarnir lögðu áherslu á formlega greiningu setn- inga og töldu allt tal um þann veruleika sem þessar setningar kynnu að vísa til frumspekilegan vaðal af verri gerðinni. Setningamar vísa bara til annarra setn- inga og mynda því lokað kerfi líkt og nýstefnuverk sem ekki vísar út fyrir sig sjálft. Og margir nútímaheimspekingar efa ágæti þeirrar kenningar að sannleikur sé samsvörun við veruleika.17 Staðhæf- ingar „ljósmynda“ ekki veruleikann leng- ur fremur en listaverkin! Efi um möguleika mannsins á að „mynda veruleikann“ er einn af burðar- ásum nútímaeðlisfræði. Og það er ýmis- legt líkt með byltingunni í eðlisfræði á öndverðri öldinni og formbyltingunni í skáldskapnum. Það eru tengsl milli atóm- fræða og atómkvæða! Heimsmynd vís- indanna varð sértæk og torræð, hætti að vera heims-mynd í orðsins eiginlegu merkingu. Ein af grundvallarforsendum newtonskrar eðlisfræði er sú að hlutir TMM 1990:2 91
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.