Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 112
„glampandi", „speglandi"; er þetta ekki of- hleðsla? Maður verður hálf fúll útí ísak ef haft er í huga hversu gott ljóðið er að frátöldu þessu erindi. Eins og ég drap á áðan þá er staða ísaks meðal ungskálda all sérstæð. Sem ádeiluskáld að aðalstarfi vísaði hann aftur til 8. áratug- arins en eftir því sem myndmálið og guð hafa sótt á hann vísar hann á engan annan en sjálf- an sig. Ég man að vísu eftir dómi um fyrstu bók hans þar sem einhver líkti honum við Stein Steinarr. Og ef minnið lýgur ekki að mér þá varð samanburðurinn ísaki í hag. Ritdóm- arinn taldi tómhyggju Steins vera honum fjöt- ur um fót meðan ísak væri heill og bjartsýnn í baráttu sinni. Nú er mér skylt að geta þess að ísak hefur á ferli sinum oftar en einu sinni vísað til Steins með tilbrigðum við einstök ljóð hans t.d. „Ég er fjarhuga smáfugl / sem flögrar um torgin / í friðleysi mínu“ (úr Þriggja orða nafn). Ég ætla engu lifandi skáldi þann óleik að bera það saman við Stein að gæðum. En tveir meginþættirnir í skáldskap ísaks, ádeila og trúarpælingar, voru einnig áberandi hjá Steini. Sameiginlegt eiga þeir einnig að byrja feril sinn sem heit ádeiluskáld en takast síðar á ferlinum á við flóknari tilvistarspumingar. En skyldleiki ísaks við skáldið með visnu höndina er frekar andlegur en stíllegur. ísak er afkastamikill höfundur. Á sjö árum hefur hann gefið út sex ljóðabækur og eitt smásagnasafn, sem kom út um leið og Síðustu hugmyndir fiska um líf á þurru. Þrátt fyrir • þessi afköst þá hefur hann náð að þroskast og hefur tekið miklum stíllegum breytingum. Hann hefur fyrir löngu unnið sér fast sæti í landsliðinu. Jón Stefánsson Bernska og stjörnur Óskar Ámi Óskarsson: Einnar stjörnu nótt. Norð- an Niður 1989. íslendingar sigra Dani í landskeppni í frjáls- um íþróttum. Þjóðhollir menn berja atóm- skáldin og Thor Vilhjálmsson er alltaf einn. Árið er 1950 og börn fæðast. 39 ár líða og eitt þeirra gefur út sína aðra ljóðabók; Einnar stjörnu nótt. Barnið var Óskar Ámi Óskars- son. Eitt ljóða bókarinnar er lýsing á fæðingu skáldsins og ber að sjálfsögðu titilinn „1950“: Það hlýtur að hafa byrjað með öskri. Svo er eins og snjói. Endalausar hvítar flygsur svífa um loftið og smám saman nema augun blæbrigði birtunnar og litirnir koma í ljós, einn af öðrum. Handklœði í gluggakistunni hét fyrsta ljóða- bók Óskars. Hún kom út árið 1987. Ágæt bók. Þar er ort af trega um horfin ár, um ástina, einsemdina, gleðina og handklæði í glugga- kistunni. í nýjustu bók sinni heldur hann áfram á svipuðum nótum nema nú er komin nótt með eina stjörnu og nóttin er stærri en gluggakista og stjarnan fallegri en handklæði: Óvenju angurvær hlandlyktin í bakgörðunum og lykt af ósýnilegu hafi þetta kvöld andardráttur fiðrildanna á bárujáminu og myrkrið í kringum bláan náttkjól þetta kvöld straumþung stræti blikkandi vitar neontungl 110 TMM 1990:2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.