Tímarit Máls og menningar - 01.06.1990, Page 112
„glampandi", „speglandi"; er þetta ekki of-
hleðsla? Maður verður hálf fúll útí ísak ef
haft er í huga hversu gott ljóðið er að frátöldu
þessu erindi.
Eins og ég drap á áðan þá er staða ísaks
meðal ungskálda all sérstæð. Sem ádeiluskáld
að aðalstarfi vísaði hann aftur til 8. áratug-
arins en eftir því sem myndmálið og guð hafa
sótt á hann vísar hann á engan annan en sjálf-
an sig. Ég man að vísu eftir dómi um fyrstu
bók hans þar sem einhver líkti honum við
Stein Steinarr. Og ef minnið lýgur ekki að mér
þá varð samanburðurinn ísaki í hag. Ritdóm-
arinn taldi tómhyggju Steins vera honum fjöt-
ur um fót meðan ísak væri heill og bjartsýnn
í baráttu sinni. Nú er mér skylt að geta þess
að ísak hefur á ferli sinum oftar en einu sinni
vísað til Steins með tilbrigðum við einstök
ljóð hans t.d. „Ég er fjarhuga smáfugl / sem
flögrar um torgin / í friðleysi mínu“ (úr
Þriggja orða nafn).
Ég ætla engu lifandi skáldi þann óleik að
bera það saman við Stein að gæðum. En tveir
meginþættirnir í skáldskap ísaks, ádeila og
trúarpælingar, voru einnig áberandi hjá
Steini. Sameiginlegt eiga þeir einnig að byrja
feril sinn sem heit ádeiluskáld en takast síðar
á ferlinum á við flóknari tilvistarspumingar.
En skyldleiki ísaks við skáldið með visnu
höndina er frekar andlegur en stíllegur.
ísak er afkastamikill höfundur. Á sjö árum
hefur hann gefið út sex ljóðabækur og eitt
smásagnasafn, sem kom út um leið og Síðustu
hugmyndir fiska um líf á þurru. Þrátt fyrir
• þessi afköst þá hefur hann náð að þroskast og
hefur tekið miklum stíllegum breytingum.
Hann hefur fyrir löngu unnið sér fast sæti í
landsliðinu.
Jón Stefánsson
Bernska og stjörnur
Óskar Ámi Óskarsson: Einnar stjörnu nótt. Norð-
an Niður 1989.
íslendingar sigra Dani í landskeppni í frjáls-
um íþróttum. Þjóðhollir menn berja atóm-
skáldin og Thor Vilhjálmsson er alltaf einn.
Árið er 1950 og börn fæðast. 39 ár líða og eitt
þeirra gefur út sína aðra ljóðabók; Einnar
stjörnu nótt. Barnið var Óskar Ámi Óskars-
son. Eitt ljóða bókarinnar er lýsing á fæðingu
skáldsins og ber að sjálfsögðu titilinn „1950“:
Það hlýtur að hafa byrjað með öskri. Svo er
eins og snjói.
Endalausar hvítar flygsur svífa um loftið
og smám
saman nema augun blæbrigði birtunnar
og litirnir koma
í ljós, einn af öðrum.
Handklœði í gluggakistunni hét fyrsta ljóða-
bók Óskars. Hún kom út árið 1987. Ágæt bók.
Þar er ort af trega um horfin ár, um ástina,
einsemdina, gleðina og handklæði í glugga-
kistunni. í nýjustu bók sinni heldur hann
áfram á svipuðum nótum nema nú er komin
nótt með eina stjörnu og nóttin er stærri en
gluggakista og stjarnan fallegri en handklæði:
Óvenju angurvær
hlandlyktin
í bakgörðunum
og lykt af ósýnilegu hafi
þetta kvöld
andardráttur fiðrildanna
á bárujáminu
og myrkrið í kringum
bláan náttkjól
þetta kvöld
straumþung stræti
blikkandi vitar
neontungl
110
TMM 1990:2