Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Side 97
SJÖ LYKLAR AÐ EINNl SKRÁ valdið í menningarefnum. Valdið er í höndum fjölmiðlanna eða auglýsinga- stofunnar og þegar nánar er að gáð er það kannski ekki í höndum eins eða neins heldur á stöðugu flökti einhversstaðar í bilinu milli blokkar og bíla- stæðis. f þessu bili er ekki til gott eða vont. Þar er spurningin fremur sú hvort eitthvað virki eða ekki. Góð skrift er sú sem virkar vel en munurinn á henni og vondu skriftinni skiptir þegar allt kemur til alls engu sérstöku máli. Þeir sem beita þessum hugtökum niðri í borgunum eru ekki að nota þau til að búa til menningarlegar sjálfsmyndir sem reistar eru á fullkomnum aðskiln- aði afburðamanna og þumbaralegrar alþýðu. Munurinn á góðri skrift og vondri felst ekki í tilvísun til hugtakanna „gott“ og „vont“ sem slíkra heldur eru góð skrift og vond skrift fýrst og fremst minningar frá liðnum dögum. Kannski vísa þau til einhvers sem heitir „gott mál“ en það er ekki einu sinni víst. Enginn veit lengur hvaða þjóðfélagshópur, hvaða stétt eða hvaða stofn- un stendur fýrir þetta „góða mál“. Lýðurinn þvælir og ruglar og beygir skakkt og þegar hann kemur fram opinberlega fálmar hann í kringum sig í blindni, herptur af æsingi, plagaður af því að „skrifa illa“ og tala illa. En hvar er þá góða málið? í einhverju hverfi í Reykjavík? Úti á eyfirsku túni? Ofan í gröf Jóns á Gautlöndum? Enginn veit það fýrir víst. Enginn veit hvar hið kraftmikla, myndauðuga talmál samtímans er eiginlega þegar til á að taka. Enn og aftur liggur Parnassos hinna „bestu manna“ undir grun um að bera talsverða ábyrgð á þessu uppburðarleysi þeirra sem tala og skrifa. Með vond- um formalisma hafa þeir flæmt hið óþvingaða á brott og hve lélegir forma- listar eru þeir ekki! Góður formalisti er góður fagurfræðingur en ekki bullukolla. Hann kann málfræði og bragfræði, hann kann að greina samspil fónema og innbyrðis tengsl nafnhvarfa í ljóði og beinir þar með skilningi les- andans að samsetningu tungumálsins sjálfs og virkni þess í kerfisbundnu formi. En sá sem hefur það eitt um bók að segja að hún sé „vel skrifuð“ er lens, bæði gagnvart hinum „hlutbundnu“ þáttum listaverksins - þeim þátt- um sem ættu að vera líf og yndi formalistans - en ekki síður gagnvart því sem gengur út af þessum formrænu þáttum. í staðinn fýrir að fella fagurfræðileg- an dóm er hann að sjúkdómsgreina sjálfan sig og það kemur í ljós að hann er haldinn krónískri endurtekningarhvöt. Góð skrift er endurtekin skrift, skrift sem hefur verið skrifuð áður. Bestu manna yfirsýn er Ödipusarsýn, sýn hetju sem í skömm yfir eigin glámskyggni hefur slitið úr sér augun og heldur því fram upp frá því að menn sjái fýrst vel þegar þeir eru orðnir blindir. TMM 1998:3 w ww. m m. ís 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.