Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 134

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1998, Page 134
SIGRÍÐUR ÞORGEIRSDÚTTIR vegar orðið tamt að nota móderne um nútímann, sem er víðara hugtak en samtíminn. Það eru áhöld um það innan heimspekinnar hvernig við tíma- setjum upphaf nútíma. í list- og bókmenntaíræði er módernismi talinn heíjast á síðari hluta 19. aldar með tilkomu byltingarkenndra framfara á sviði vísinda og iðnframleiðslu, sem höfðu áhrif á samfélagsgerð, tíðaranda og hugarfar. I heimspekinni er venja að telja nútímann hefjast ekki síðar en á 18. öld með tilkomu hinnar heimspekilegu upplýsingar. Ritgerð Kants „Svar við spurningunni: Hvað er upplýsing?“ er frá síðari hluta þessa tímabils. Franskir forverar hans eru t.d. Montesquieu, Voltaire og Diderot, en þeir áttu drýgstan þátt í mótun lýðræðishugsjóna þeirra sem urðu aflvaki ffönsku byltingarinnar. Ritgerð Kants er skrifuð fimm árum fyrir frönsku byltinguna. Nálægð Kants við lýðræðisþróunina sem byltingin hratt af stokkunum, og sú staðreynd að þessi þróun á sér stað um það leyti sem bylt- ingarkenndar vísindafr amfarir 19. aldar eru í aðsigi, fær Foucault einmitt til að lýsa ritgerð Kants sem nokkurs konar stofnskrá nútímans.5 Sem sögulegt tímabil er upplýsingin tímabil skynsemi. Sögulegar og menningarlegar forsendur hennar eru umbreyting hefðarsamfélags í nú- tímasamfélag. Upplýsingin er ákall um að hugsa sjálfur, og ekki láta hefðar- vald kónga eða kennivald kirkjunnar hugsa fyrir sig. „Sapere aude“ eða hafðu hugrekki til að nota eigið hyggjuvit án handleiðslu annarra eru slag- orðin sem Kant tileinkaði upplýsingunni. Upplýsingarhugmynd Kants byggir á trú á skynsemi mannsins og á að unnt sé að fínna skynsamlega lausn mála, sem geti verið algild, gilt fýrir alla og í öllum aðstæðum. Það á bæði við um siðferðisviðmið þau sem Kant setti fram á grundvelli alhæfmgarreglu skilyrðislausa skylduboðsins sem og þekkingarviðmið ffæðilegs eðlis er hann útfærði í Gagnrýni hreinnar skyn- semi. Það er einkum tvennt í skynsemishyggju Kants sem verður að ásteyt- ingarsteini síðari skynsemisgagnrýni. Þekkingarfræðileg og siðferðileg viðmið Kants eiga að fela í sér algera nauðsyn án tillits til þess farvegs eða miðils sem þau fara um eða þeirra aðstæðna sem þau eru staðsett í. Algildis- hugmynd hans er ennffemur einsleit (homogen) því hún gerir ráð fyrir möguleika einhlítrar niðurstöðu skynsamlegrar yfirvegunar.6 En áður en ég vík frekar að póstmódernískri gagnrýni á kantíska skynsem- ishyggju er ástæða til að fara nokkrum orðum um kenningar Lyotards um póstmódernisma, en það má segja að bók hans „La condition postmoderne“ frá 1979 hafi hleypt umræðunni innan heimspekinnar af stokkunum. í grein sem Lyotard skrifaði árið 1982, „Svar við spurningunni: Hvað er póst- módern?“ er skírskotun til greinar Kants auðsæ. í því liggur fólgin vísbend- ing um hve Lyotard tengir sig hinni kantísku hefð sem lítur á upplýsingu og nútíma sem samstofna fyrirbæri. Fyrir Lyotard er póstmóderne framhald 132 www. mm. ís TMM 1998:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.