Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 134

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1998, Side 134
RITDÓMAR því með ólíkindum að Oddur og Solveig hafi einungis óttast það illt sem aðrir gátu valdið þeim: eins og aðrir dauðlegir menn hlutu þau að vera að langmestu leyti föst innan ramma síns tíma, blýföst í viðhorfum og reglum sem brutu í bág við tilfmningar þeirra og máttlítil til að hefja sig upp fyrir slík rök. Það er lítið sannfærandi að eigna þeim einhverja rómantíska uppreisn (sbr. bls. 73) á þeim tíma þegar upplýsingin hafði varla borist til íslands enn og því síður hrær- ingar af því tagi sem kenndar eru við gust og greddu („Sturm und Drang“): flækj- an hlaut að vera öðruvísi og fýrir því þurfti höfundur að gera grein. Lýsingar höfundar á bakgrunninum að sögu Odds og Solveigar, sem sé aldar- fari á 18. öld, eru oft með ágætum, og stundum mun meira sannfærandi en sjálf sagan. Þannig fær Iesandinn góða mynd af Hólastað sem er í mestu niður- níðslu, þótt Gísli biskup sé að byggja dómkirkju úr steini. Einnig kemur nokkuð við sögu alláberandi þáttur mannlífs þessa tíma: rosalegir drykkju- siðir heldri manna, sem virðast hafa litið á það sem e.k. stöðutákn að vera slomp- fullir sýknt og heilagt. Höfundur gefur til kynna vissar hliðar siðferðisins með því að flétta inn í söguna dulsmál sem hægt er að lesa út úr öðrum heimildum um þennan tíma, og þannig mætti telja áfram. Það er vafalaust sparðatínsla að taka það fram, en eitthvað verða nöldur- seggir að hafa fyrir stafni, að einstaka sinnum spillir ónákvæmni í orðanotkun þegar lærðir menn eru látnir uppljúka sínum munni. Þannig er meistari Hálf- dán látinn segja (bls. 75): „Þann fýrsta kalender oktobris ...“. En nú vill svo til að „kalendae" er latneska heitið á fyrsta degi hvers mánaðar, þannig að hér er um að ræða tvítekningu. Á þessum tíma hefði lærður maður getað sagt „kalendis octobribus“. Latnesku orðin „faustum, felix, fortunamque sit“, sem lögð eru í munn Gísla biskup (bls. 94), eru úr lagi færð, þarna hefði átt að standa „fortuna- tumque“ og auk þess falla orðin hálf- klaufalega inn í samhengið á íslensku. Svo finnst mér það undarlegt að prestur skuli vitna í Lúkasarguðspjall og kalla það „pistil“ (bls. 119), því eitt er guð- spjall og annað pistill. Loks særir setn- ingin „hann er blindur í sínum pietas" (bls 125) máltilfmningu mína, þar sem „pietas" er kvenkyns (og lærður maður hefði auk þess beygt það: „hann er blind- ur í sinni pietate"). En hver skeytir um slíkt nú á dögum? Einar Már Jónsson „Það að lifa er að setja tæting saman“ Guðbergur Bergsson, Faðir og móðir og dul- magn bernskunnar. Skáldævisaga. I bindi. Forlagið 1997, 320 bls. Að skálda ævi sína í raun er ekki margt í formlegum ein- kennum sem skilur nákvæmlega að skáldsögur og sjálfsævisögur. Það eina sem leiðir lesandann að samningi við höfund um viðmið og væntingar um sannleiksgildi verksins er titillinn eða undirtitillinn. Þegar okkur lesendum er sagt að hér sé á ferð ævisaga verða kröfur okkar til textans aðrar en ef um skáld- sögu væri að ræða og þegar höfundur, sögumaður og aðalpersóna er sá hinn sami leitum við að annars konar trú- verðugleika en þeim sem felst í skáld- sögum. Með því að nefna bók sína „skáldævisögu" hefur Guðbergur Bergs- son því í Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar á snjallan hátt ruglað aðeins hinum hefðbundnu eftirvænt- ingum lesandans, ekki einungis með því að tilkynna að hér verði skáldað um ævi hans (sem reyndar má segja að sé óhjá- kvæmileg afleiðing þess að skrifa um sjálfan sig), heldur vísar undirtitillinn 132 TMM 1998:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.