Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 65
ill og spyr hann hvort hann verði fyrir einhverjum sérstökum áhrifum þau
kvöld milli klukkan 9 og 10.43 Bréfaskipti þeiiTa þennan vetur fjölluðu mik-
ið um drauma, þau segja hvort öðru drauina sína og ráða í merkingu þeirra
og þá sérstaklega það hvort um geti verið að ræða beint samband í draum-
um. Tæknilega útfærir Aðalbjörg þetta helst þannig að hún hugleiðir rétt
áður en hún fer að sofa og virkjar læknandi hugarorku sem hún beinir til
Haralds. Hugsunin er svo sú að vitund hennar sjálfrar fylgi þessum hugsun-
um eftir og hún geti þannig vitjað Haralds nánast í eigin persónu. Þau reyna
að miða þetta út þannig og ráða í það hvort það geti verið að Haraldur hafi
orðið var við hana á þeim augnablikum þegar hún sendi honum hugarorku
sína.
Tilgangurinn með þessu andlega sambandi veturinn 1917-1918 var að
Haraldur fái heilsuna og starfsorkuna aftur. En í þessum bréfum er ekki bara
talað um drauma og dulræn fyrirbæri. Aðalbjörg skrifar sem reyndur sálu-
sorgari sem hefur íhugað þjáninguna og rök hennar og komist að þeirri nið-
urstöðu að hún geti verið til góðs þrátt fyrir allt. Hér hefur guðspekin kom-
ið henni að góðum notum því hún gefur þjáningunni alltaf einhverja merk-
ingu og tengir hana við orsök og afleiðingu og niðurstaða hennar er að mað-
urinn komi sterkari en áður út úr hremmingum og þjáningum. Sálusorgun
hennar var í kristilegum anda. Hér talar vitur og reynd kennslukona því þótt
hún sé átján árum yngri en prófessorinn frægi veit hún alveg hvað hún er að
segja og fylgir því fast eftir:
Þér kvartið um, að yður vanti lífslöngun. Hún kemur aftur, þegar heilsan
batnar, hlýtur að koma aftur, því þér eigið áhugamál, sem er þess vert að lifa
fyrir, og eftir því sem kraftamir vaxa, andlega og líkamlega, mun það taka
yður meira í sína þjónustu, svo sorgimar gleymast fyrir því. Ég veit það fyr-
ir víst, að þér munuð einhvemtíma, ef til vill strax í þessu lífi telja þessa
eldraun, sem þér nú hafið gengið í gegnum, sem sérstakt náðarverk, og vera
þakklátur fyrir að yður var sýnt svo mikið traust, að leggja á yður svo þunga
byrði.44
Þegar líða tekur á árið 1918 er augljóst af bréfunum að Haraldur er að ná sér
og hann þakkar það Aðalbjörgu fyrst og fremst. Hann dáist að bréfum henn-
ar og les þau oft, safnar þeim saman og les aftur. Hann hælir henni fyrir
sálusorgarahæfileika hennar og kallar hana prestinn sinn, og er Guðs lifandi
feginn því að bréfin eru laus við orðagjálfur sem flestir prestar noti svo mik-
43 Bréf frá Aðalbjörgu til Haralds 6. des 1917.
44 Bréf frá Aðalbjörgu til Haralds 23. október 1917.
63