Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 71
Jón Ma. Ásgeirsson
Þjóðsögur um munnmælageymdir og
mælskufræði skrifaðra heimilda
í biblíufræðum jafnt sem fombókmenntum almennt hefir löngum verið
gengið út frá hugmyndum um munnmælageymdir að baki textum. Nátengt
slíkum fyrirfram gefnum forsendum er hugmynd um sögulegan veruleik að
baki geymdunum sem textarnir eru taldir varðveita. Rannsóknir á sviði
mælskufræða sýna á hinn bóginn að textar eða rit eins og í Nýja testament-
inu em varfæmislega unnin höfundarverk sem gera hugmyndir um munn-
mælageymdir að baki þeim síður sannfærandi ef ekki einasta þjóðsögu eina.
Orð í munni og á blaði
í umfjöllun sinni um Hryggjarstykki Eiríks Oddssonar bendir Bjarni Guðna-
son, fyrrum prófessor við Háskóla íslands, á að bók þessi sé kölluð „saga í
MorkinskinnuUm hugtakið „sögu“ telur Bjarni að ekki sé ástæða til að
fara mörgum orðum þar eð merking hugtaksins sé gagnsæ, hann segir:
Naumast þarf að fjölyrða um hugtakið saga. Orðið merkti að sjálfsögðu upp-
haflega „munnlega frásögn", en var fljótlega einnig haft um „skrifaða frá-
sögn“, eins og greina má af ofangreindri skírskotun til Msk. [þ.e. Morkin-
skinnu], og hafa báðar þessar merkingar haldist í tungunni.1 2
Frásögn Hryggjarstykkis er frekar skilgreind af Bjarna sem ekki einasta
„fyrsta frumsamda sagan“ á íslensku heldur og sem brautryðjendaverk „ís-
lenskrar sagnritunar". Aðrar frásögur útskýrir Bjami á hinn bóginn sem sög-
ur í bókmenntafræðilegum skilningi eins og latínubókmenntir sem þýddar
voru á íslensku fyrir ritun Hiyggjarstykkis á 12. öld.3 Það sem sameinar svo
1 Fyrsta sagan (Studia islandica 37; Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1978), 7.
2 Ibid., 7.
3 Á meðal slíkra bókmenntaverka nefnir Bjami, „... legenda, vita, miracula eða passio og einnig aðrar
bókmenntagreinar, sem síðar skutu rótum hér á landi, clianson de geste, fabliau o.s. frv.,“ 8.
69