Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 21

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 21
Þessi skoðun kann að byggjast á vanmati á lifandi bókagerð á móðurmáli á Islandi á 15. og 16. öld, ofmati á slíkri hefð í nágrannalöndunum, Noregi og Færeyjum, vanmati á möguleikum þjóðtungu til að lifa á vörum alþýðu við hlið erlends biblíumáls og jafnvel opinbers máls almennt og loks róm- antískri tilhneigingu til að tileinka einstaklingum meiri áhrif á gang sögunn- ar, í þessu tilviki málsögunnar en efni standa til. Hér voru einstæðar aðstæð- ur til biblíuþýðingar og -útgáfu á siðaskiptatímanum miðað við mörg lönd þar sem þýðing Biblfunnar hefur jafnframt falið í sér tilurð ritmáls. Þannig má til dæmis benda á að biblíuþýðing Lúthers hefur haft mun meiri áhrif á þróun þýskrar tungu en vænta má að Guðbrandsbiblía hafði haft hér.29 Spumingunni um áhrif Biblíunnar er langt í frá auðsvarað.30 í Noregi og á Færeyjum gerðist ekki það eitt á 16. öld að Biblían væri tekin upp á danskri tungu heldur varð allt opinbert mál í löndunum einnig danskt. Á Færeyjum var til dæmis bannað að tala annað mál en dönsku í kirkjum og skólum. Þá urðu þessi lönd ásamt Danmörku eitt atvinnusvæði fyrir presta þar sem danskir prestar streymdu til útlendnanna tveggja en að minnsta kosti fær- eyskir prestar settust gjama að í Danmörku að námi loknu. Hér á landi þjón- uðu aftur á móti aðeins nokkrir danskir skólameistarar við stólsskólana og að minnsta kosti einn þeirra varð síðar prestur hér á landi.31 Hefur hann ef til vill verið kominn nokkuð inn í málið og varð auk þess prestur hins danska höf- uðsmanns þar sem hann sat Garða á Álftanesi. Annars var prestastéttin alíslensk og að mestu menntuð innanlands. Hafa prestsheimilin óhjákvæmi- lega haft nokkur árhif á málþróunina í Noregi og á Færeyjum.32 Loks má geta þess að danskan hafði mjög mismunandi áhrif í Noregi og í Færeyjum. Norskan varð fyrir miklum breytingum fyrir áhrif frá dönsku meðan fær- eyska talmálið lifði að mestu óáreitt. Hvað Noreg áhrærir var þó alls ekki einvörðungu um áhrif frá Biblíunni og kirkjumálinu að ræða heldur opinberu máli almennt.33 Þar sem þróunin varð svo ólík í löndunum tveimur er með öllu óvíst hvað gerst hefði hér á landi hefði danskan orðið opinbert mál í og utan kirkju í sama mæli og í löndunum tveimur. Líklega hefði íslenskan þó haldið velli í síst minna mæli en færeyskan og kemur þar til kasta ritmáls- hefðarinnar og þeirrar víxlverkunar sem verið hefur milli hennar og munn- legarar frásagnarhefðar raunar bæði í lausu og bundnu máli (sbr. rímur o. fl.). 29 Sjá Skomedal 1984: 46. Stefán Karlsson 1984: 47. 30 Skomedal 1984:42. Stefán Karlsson 1984: 46. 31 Páll Eggert Ólason 1924: 459-460. 32 Skomedal 1984: 42, 44. 45 Stefán Karlsson 1984: , 49 33 Skomedal 1984: 45. Stefán Karlsson 1984: 49. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.