Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Page 21
Þessi skoðun kann að byggjast á vanmati á lifandi bókagerð á móðurmáli
á Islandi á 15. og 16. öld, ofmati á slíkri hefð í nágrannalöndunum, Noregi
og Færeyjum, vanmati á möguleikum þjóðtungu til að lifa á vörum alþýðu
við hlið erlends biblíumáls og jafnvel opinbers máls almennt og loks róm-
antískri tilhneigingu til að tileinka einstaklingum meiri áhrif á gang sögunn-
ar, í þessu tilviki málsögunnar en efni standa til. Hér voru einstæðar aðstæð-
ur til biblíuþýðingar og -útgáfu á siðaskiptatímanum miðað við mörg lönd
þar sem þýðing Biblfunnar hefur jafnframt falið í sér tilurð ritmáls. Þannig
má til dæmis benda á að biblíuþýðing Lúthers hefur haft mun meiri áhrif á
þróun þýskrar tungu en vænta má að Guðbrandsbiblía hafði haft hér.29
Spumingunni um áhrif Biblíunnar er langt í frá auðsvarað.30 í Noregi og
á Færeyjum gerðist ekki það eitt á 16. öld að Biblían væri tekin upp á danskri
tungu heldur varð allt opinbert mál í löndunum einnig danskt. Á Færeyjum
var til dæmis bannað að tala annað mál en dönsku í kirkjum og skólum. Þá
urðu þessi lönd ásamt Danmörku eitt atvinnusvæði fyrir presta þar sem
danskir prestar streymdu til útlendnanna tveggja en að minnsta kosti fær-
eyskir prestar settust gjama að í Danmörku að námi loknu. Hér á landi þjón-
uðu aftur á móti aðeins nokkrir danskir skólameistarar við stólsskólana og að
minnsta kosti einn þeirra varð síðar prestur hér á landi.31 Hefur hann ef til vill
verið kominn nokkuð inn í málið og varð auk þess prestur hins danska höf-
uðsmanns þar sem hann sat Garða á Álftanesi. Annars var prestastéttin
alíslensk og að mestu menntuð innanlands. Hafa prestsheimilin óhjákvæmi-
lega haft nokkur árhif á málþróunina í Noregi og á Færeyjum.32 Loks má geta
þess að danskan hafði mjög mismunandi áhrif í Noregi og í Færeyjum.
Norskan varð fyrir miklum breytingum fyrir áhrif frá dönsku meðan fær-
eyska talmálið lifði að mestu óáreitt. Hvað Noreg áhrærir var þó alls ekki
einvörðungu um áhrif frá Biblíunni og kirkjumálinu að ræða heldur opinberu
máli almennt.33 Þar sem þróunin varð svo ólík í löndunum tveimur er með
öllu óvíst hvað gerst hefði hér á landi hefði danskan orðið opinbert mál í og
utan kirkju í sama mæli og í löndunum tveimur. Líklega hefði íslenskan þó
haldið velli í síst minna mæli en færeyskan og kemur þar til kasta ritmáls-
hefðarinnar og þeirrar víxlverkunar sem verið hefur milli hennar og munn-
legarar frásagnarhefðar raunar bæði í lausu og bundnu máli (sbr. rímur o. fl.).
29 Sjá Skomedal 1984: 46. Stefán Karlsson 1984: 47.
30 Skomedal 1984:42. Stefán Karlsson 1984: 46.
31 Páll Eggert Ólason 1924: 459-460.
32 Skomedal 1984: 42, 44. 45 Stefán Karlsson 1984: , 49
33 Skomedal 1984: 45. Stefán Karlsson 1984: 49.
19