Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 101
í að breyta messunni frá því sem verið hafði um aldir í kaþólskum sið, og
hér á Islandi fóru menn enn varlegar en annars staðar í danska ríkinu.Upp-
bygging og ytra útlit messunnar eins og hún hafði tíðkast frá kristnitöku var
því mjög með sama hætti fyrir og eftir siðaskipti nema að messa skyldi á
móðurmáli á venjulegum sunnudegi en geyma sér latínumessur til sérstakra
hátíða.* 2 Einkenni messunnar, að vera stefnumót Guðs og manns sem nær
hápunkti í samfélagi Jesú Krists og trúrra játenda hans við borð hans, hélst
óbreytt. Fólkið söng sem fyrr hina föstu liði messunnar: Kyrie, og Gloria,
Credo og Sanctus og Agnus Dei.
Marteinn Lúther hafði í með siðbót sinni gert tvær megintillögur um það
hvemig messan ætti að vera. Hin fyrri tillaga byggði á hefðinni og gat þess-
vegna verið á latínu, ef aðeins væri tekið út allt það sem olli guðfræðilegum
vandkvæðum og tengdist aflátssölu þeirrar tíðar (Formula Missae et Comm-
unionis, 1523),3 en það var sá skilningur að messan væri með vissum hætti end-
urtekning á fóm Krists á krossinum og að þessi endurtekning væri nauðsynleg.
Hin aðferðin setti sálma í móðurmáli í stað hinna föstu liða sem fyrr voru
nefndir (Deutsche Messe, 1526).4
Kirkjan á íslandi tók strax upp báðar aðferðirnar. Gerður var munur á
venjulegri sunnudagsmessu og hátíðamessu. Sunnudagsmessan var fyrst og
fremst á móðurmáli en hátíðamessan gat verið á latínu eða á móðurmáli,
eins og best sést í Grallara Guðbrands biskups Þorlákssonar frá 1594.5
Kirkjan í Danmörku tók eftir siðskifti fljótlega upp þá aðferð eina að
syngja sálma í stað messuliðanna, og innleiddi það sem kallast sálma-
messa.6 Einkenni hennar er að hinir föstu liðir, kyrie og gloria o.sfrv. eru
ekki sungnir heldur sálmar í þeirra stað. Þess vegna voru samdir eða þýdd-
ir sérstakir sálmar til þess að gegna þessu hlutverki í messunni. Þeir voru
einnig sungnir hér á landi, eins og til dæmis sálmurinn sem í síðari þýðingu
heitir: Um hann sem ríkir himnum á7 ogí nýjustu gerð: Þig lofarfaðir lífog
önd.8
ar biskups Einarssonar á Þingvöllum 1541. Afskrift þýðingarinnar sem Gizur er talinn hafa lagt fram er
aðfmnaíDl. X. 117-167.
2 D1,X 130-135. Graduale 1594.
3 WA XII,205-220.
4 WA 19.72-113.
5 Graduale 1594.
6 Fæhn, Helge, 1968, vantar blaðsíðutal
7 Sb. 221. Um hann sem ríkir himnum á. Þetta er íslensk þýðing Helga Hálfdánarsonar á sálminum Allein
Gott in der höh sei Ehr og birtist fyrst í sálmabókinni 1886. í Sálmabókinni frá 1997 er fyrsta vers sálms-
ins er gert að lokaversi hans, en númeraröð versanna er ekki breytt. Æskilegt væri að þetta væri lagað.
8 Sb. 223
99