Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 83
Fjallræðan er ekki komin í gegnum munnlega geymd frá vörum Jesú og
inn í Ræðuheimildina eða Matteusarguðspjall. Hún er höfundarverk snilld-
argóðs skrifara sem fyrstur settist niður að skrifa þann hluta Ræðuheimild-
arinnar sem flokkaður hefir verið sem kjaminn (formative stratum) eða upp-
runalegasta efnið í Ræðuheimildinni. Hvort heldur sá skriffinnur átti aðgang
að öðrum rituðum heimildum en hugsanlegum listum (sbr. hliðstæður við
efni ræðunnar í Tómasarguðspjalli) eða munnlegum frásögnum verður ekki
ráðið af umfangi þessarar mikilvægu ræðu en hönd hans sjálfs eða hennar
sjálfrar lætur á sér bera allt í gegnum ræðuna.53
Eins og í Tómasarguðspjalli þá leiðir mælskufræðin einnig til frekari að-
greiningar á einstökum þáttum í sögu samsetningar Ræðuheimildarinnar.
Upprunalegasti kjaminn í heimildinni einkennist til að mynda af fomum stíl
uppfræðarans, að mati Kloppenborg Verbin, þar sem áminningar af mörgu
tagi eru áberandi. í yngra efni Ræðuheimildarinnar skiptir um bókmennta-
form. Þar er komið til form kreijunnar í útvíkkaðri mynd og tónninn í inni-
haldinu er orðinn allt annar. Hér eru spámannleg stef áberandi þar sem
heimildin tileinkar sér ævaforna hefð ísraels og Gyðinga um örlög spá-
mannanna sem hinir guðlausu hafna. Og loks er yngsta efnið í Ræðuheim-
ildinni ennþá frábugðnara því sem á undan fer. í þessum þætti heimildarinn-
ar er stefið stígið í áttina að einfaldri frásögn og innihaldið einkennist nú af
tileinkun ákvæða lögmálsins að hætti Gyðinga fyrir fall musterisins árið
70.54 Allir þeir flóknu þættir mælskufræðinnar sem hér liggja að baki rétt
eins og í Tómasarguðspjalli bera skýrlega vitni markvissum vinnubrögðum
lærðra skrifara (höfunda) en ekki ómerkilegum alþýðusögum.
Hryggjarstykki, eins og Ræðuheimild samstofnaguðspjallanna, hefir
ekki varðveist svo vitað sé sem óháð rit. Það er varðveitt í þremur þrettándu
aldar handritum (Morkinskinnu, Fagurskinnu og Heimskringlu) eða sem
„hluti þriggja safnrita".55 Ræðuheimildin og Hryggjarstykki glata ekki bók-
menntalegu eðli sínu þrátt fyrir þá staðreynd að þau hafa ekki varðveist í
sjálfstæðu riti eins og þau hafa upphaflega að öllum líkindum verið skráð.
Víðfemi þeirra og umfang hvors um sig er metið á grundvelli þeirra rita sem
þau hafa varðveist í um leið og augljóslega verður ekki tekin endanleg af-
staða um hvað kann að hafa glatast við slíka heimildanotkun eða hermilist.
En eftir stendur að tilvera þessara tveggja mjög svo ólíku rita er grundvöll-
53 Sjá Vaage, ibid., 439.
54 Sjá Excavaling Q, 112-165.
55 Bjami Guðnason, Fyrsta sagan, 32.
81