Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 22
Þegar um norrænar biblíuþýðingar á þessum tíma er að ræða munar
mestu að hvorki í Noregi né á Færeyjum var til að dreifa lifandi ritmálshefð
á siðaskiptatímanum. Hér á landi var slrk hefð hins vegar til staðar meðal
annars í biblíuþýðingum sem talin er hafa tekist vel. Þýðingar þessar koma
fram í Stjórn og dreifðum biblíutilvísunum í guðsorðabókum. Staða íslensk-
unnar var einnig sterk sem opinbers máls á veraldlega sviðinu.34 Bókleg
varðveisla texta á síðari hluta miðalda bendir líka til útbreiddara læsis og
skriftarkunnáttu hér en t.d. í Noregi.35 Þá ber þess að gæta að Noregur, Dan-
mörk og Svíþjóð voru í raun eitt málsvæði á 16. öld sem olli því að ekki var
neinum annmörkum bundið að taka upp danska biblíuþýðingu í Noregi á
sama tíma og það hefði ekki verið heiglum hent að koma saman norskri
þýðingu eins og ástatt var með norskt ritmál.36 Það hversu mjög íslenskan
hafði fjarlægst önnur Norðurlandamál, sem og hin sterka staða íslensku rit-
málshefðarinnar olli því hins vegar að dönsk Biblía og önnur guðsorðarit
hefðu vart orðið samkeppnishæf við þau rit sem gengu í handritum og því
tafið framgang siðbreytingarinnar.37
Ljóst er að bókagerðin á Hólum hefur orðið tungunni til eflingar og í
tengslum við þýðingarstarfið hefur ugglaust verið stunduð nýyrðasmíð og
önnur endumýjun og stöðlun tungumálsins sem valdið hefur málvöndun og
styrkt stöðu tungunnar á viðsjárverðum tímum. Til dæmis má benda á að á
15. og 16. öld var tekið að þýða ýmis konar texta úr nálægum þjóðtungum
(til dæmis ensku) og í þeim þýðingum gætir einföldunar í beygingum og
breytinga á fallstjórn. Gegn þessum breytingum hamlaði biblíuútgáfa Guð-
brands að öllum líkindum.38 Þá átti hún sennilega einnig ríkan þátt í að við-
halda íslensku ritmálshefðinni og að styrkja tunguna sem opinbert mál.39 Á
34 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 48-50. Skomedal 1984:43,46. Stefán Karlsson 1984: 48,49,50. Guð-
rún Kvaran 1990: 39. Guðrún Kvaran 2004: 10. Ian Kirby sem manna mest hefur rannsakað íslenskar
þýðingar á biblíutextum hér á landi á miðöldum telur að staða þýðinga hafi verið áþekk hér á landi og
gerðist í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi og að sögulegt rit Gamla testamentisins hafi verið til á ís-
lensku, að öllum líkindum guðspjöllin bæði hvert í sínu lagi og í samantektum (harmonium), sem og
Saltarinn og e.t.v. fleiri rit og þá einkum Postulasagan þótt vísbendingar um slíkt séu rýrari. Kirby 2004:
4, 5, 6, 7.
35 Loftur Guttormsson 1989: 121-126. Skomedal 1984: 43.
36 Skomedal 1984: 43. Stefán Karlsson 1984: 49.
37 Stefán Karlsson 1984: 51. Hér er hugtakið siðbreyting notað um það umbreytingarferli í kristni- og
kirkjuhaldi sem leiddi af siðaskiptunum, þ. e. hinni lögformlegu breytingu er ný kirkjuskipan var inn-
leidd. Þannig er greint á milli skammtíma- og langtímaþróunar eða þess sem stundum er nefnt ímynd og
raunmynd í félagssögu. Sjá Loftur Guttormsson 2000: 9-12.
38 Stefán Karlsson 1984: 50-51, 54.
39 Skomedal 1984:46.