Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 22

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Síða 22
Þegar um norrænar biblíuþýðingar á þessum tíma er að ræða munar mestu að hvorki í Noregi né á Færeyjum var til að dreifa lifandi ritmálshefð á siðaskiptatímanum. Hér á landi var slrk hefð hins vegar til staðar meðal annars í biblíuþýðingum sem talin er hafa tekist vel. Þýðingar þessar koma fram í Stjórn og dreifðum biblíutilvísunum í guðsorðabókum. Staða íslensk- unnar var einnig sterk sem opinbers máls á veraldlega sviðinu.34 Bókleg varðveisla texta á síðari hluta miðalda bendir líka til útbreiddara læsis og skriftarkunnáttu hér en t.d. í Noregi.35 Þá ber þess að gæta að Noregur, Dan- mörk og Svíþjóð voru í raun eitt málsvæði á 16. öld sem olli því að ekki var neinum annmörkum bundið að taka upp danska biblíuþýðingu í Noregi á sama tíma og það hefði ekki verið heiglum hent að koma saman norskri þýðingu eins og ástatt var með norskt ritmál.36 Það hversu mjög íslenskan hafði fjarlægst önnur Norðurlandamál, sem og hin sterka staða íslensku rit- málshefðarinnar olli því hins vegar að dönsk Biblía og önnur guðsorðarit hefðu vart orðið samkeppnishæf við þau rit sem gengu í handritum og því tafið framgang siðbreytingarinnar.37 Ljóst er að bókagerðin á Hólum hefur orðið tungunni til eflingar og í tengslum við þýðingarstarfið hefur ugglaust verið stunduð nýyrðasmíð og önnur endumýjun og stöðlun tungumálsins sem valdið hefur málvöndun og styrkt stöðu tungunnar á viðsjárverðum tímum. Til dæmis má benda á að á 15. og 16. öld var tekið að þýða ýmis konar texta úr nálægum þjóðtungum (til dæmis ensku) og í þeim þýðingum gætir einföldunar í beygingum og breytinga á fallstjórn. Gegn þessum breytingum hamlaði biblíuútgáfa Guð- brands að öllum líkindum.38 Þá átti hún sennilega einnig ríkan þátt í að við- halda íslensku ritmálshefðinni og að styrkja tunguna sem opinbert mál.39 Á 34 Steingrímur J. Þorsteinsson 1950: 48-50. Skomedal 1984:43,46. Stefán Karlsson 1984: 48,49,50. Guð- rún Kvaran 1990: 39. Guðrún Kvaran 2004: 10. Ian Kirby sem manna mest hefur rannsakað íslenskar þýðingar á biblíutextum hér á landi á miðöldum telur að staða þýðinga hafi verið áþekk hér á landi og gerðist í Englandi, Frakklandi og Þýskalandi og að sögulegt rit Gamla testamentisins hafi verið til á ís- lensku, að öllum líkindum guðspjöllin bæði hvert í sínu lagi og í samantektum (harmonium), sem og Saltarinn og e.t.v. fleiri rit og þá einkum Postulasagan þótt vísbendingar um slíkt séu rýrari. Kirby 2004: 4, 5, 6, 7. 35 Loftur Guttormsson 1989: 121-126. Skomedal 1984: 43. 36 Skomedal 1984: 43. Stefán Karlsson 1984: 49. 37 Stefán Karlsson 1984: 51. Hér er hugtakið siðbreyting notað um það umbreytingarferli í kristni- og kirkjuhaldi sem leiddi af siðaskiptunum, þ. e. hinni lögformlegu breytingu er ný kirkjuskipan var inn- leidd. Þannig er greint á milli skammtíma- og langtímaþróunar eða þess sem stundum er nefnt ímynd og raunmynd í félagssögu. Sjá Loftur Guttormsson 2000: 9-12. 38 Stefán Karlsson 1984: 50-51, 54. 39 Skomedal 1984:46.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.