Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 102
Með tímanum gátu tengsl sálms við upphaf sitt í tilteknum lið messunn-
ar samkvæmt hefðbundinni byggingu hennar orðið óljós. Sú kom tíð að ekki
þótti ástæða til að syngja tvo sálma hvom á eftir öðrum í stað messuliðanna
Kyrie og Gloria, heldur mætti notast við einn. Þetta var upphaf þess að upp-
bygging messunnar glataðist.
Þegar kóngurinn varð einvaldur í Danmörku hvarf það sem eftir var af
sjálfstæði biskupa til að ráða innri málum kirkjunnar og þar með messu-
forminu. Þetta var staðfest með lögum.9
Fram til þess tíma var stjóm kirkjunnar í hinu danska ríki byggð á þrem-
ur meginstoðum. Þær voru: Konungurinn, biskupinn og guðfræðideild Há-
skólans. Miðað við Kirkjuorðuna frá 1537 og upphaf hins nýja siðar er þetta
sú skipan kirkjustjórnar sem eðlilegt er að sé í lútherskri kirkju.
Einvaldskóngurinn setti nýja skipan kirkjumála og messusöngs með Kirkju-
rituali sínu frá 1685.'° Skyldi hún einnig gilda hér á Islandi. Vorrarfrúarkirkja í
Kaupmannahöfn var fyrirmyndarkirkja í þeim skilningi að guðsþjónustan og
annað helgihald skyldi vera á öllum kirkjum ríkisins eins og þar tíðkaðist.
I stuttu máli var guðsþjónustuhefðin danska eins og hún er sett fram í
kirkjuritualinu, frábrugðin hinni íslensku hefð með því t.d. að aldrei mátti í
Danmörku syngja messu á latínu, og hinir föstu liðir skyldu vera sálmar en
ekki prósasöngvar eins og Dýrðarsöngurinn (Gloria) og Lamb Guðs (Agn-
us Dei) o.s.frv.
Fjöldamargt annað fylgdi með sem hér ekki er tóm til að fjalla um.
Biskupamir á Islandi fóru ekki eftir þessum fyrirmælum í jafn ríkum
mæli og kollegar þeirra í Danmörku og Noregi. Grallarinn frá 1594 var gef-
inn út með litlum breytingum og Handbók presta sömuleiðis. Þó gerðu þeir
biskuparnir Steinn Jónsson á Hólum (1660-1739) og Jón Ámason í Skál-
holti (1665-1743) tillögu til kirkjurituals fyrir ísland og sendu það árið 1729
til Kaupmannahafnar."
9 Den souveraine Kongelov, Lex regia, Kjöbenhavn 14. November 1665. Lovs.fJsl. I, 298-313. f Paragrafi
VI segir svo: Skal og Kongen ene have höieste Magt over al Clericiet, fra den höieste til den laveste, at
beskikke og anordre al Kirke- og Guds-tjeniste; Möder, Sammenkomste og Forsammlinger og Religions-
Sager, naar han det raadeligt eragter, byde, forbyde; og i almindelighed, korteligen at sige, skal Kongen
ene have Magt at bruge alle Regalier og jura majestatis hvad Navn de og have kunde.“ LovsfJsl. 1302
10 Danmarks og Norgis Kirke-Ritual. 1685
11 Lbs.410,4to -„ Rituale eða Kirkjuserimoníubók" biskupanna Jóns Amasonar og Steins Jónssonar á ís-
lensku er afskrift frá 1792. Afskriftin er sú eina sem til er og ekki í heilu lagi, -það vantar aftan á. Þetta
er Kirkjuorða sem er nærri því að vera þýðing á KR 1685 með fáeinum viðaukum úr Lagabókinni 1687.
Frávik em líklega aðeins tvö. í Handritasafni Hannesar biskups (Lbs.Nr.5.fol) em Athugasemdir yftr hið
íslenska kirkjuritual fyrrum biskupa Islands Steins Jónssonar og Jón Ámasonar sem þeir sendu kanselí-
inu 1729.
100