Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 47
þá. Svo fór ég að hugsa um fleiri og fleiri, og altaf voru það þessir aðskildu
einstaklingar, sem vöktu undrun mína. Þá var skyndilega eins og kippt væri
burtu þessum múrum, sem aðskildu einn frá öðrum, mér fannst eins og ein-
staklingsvitund mín þenjast út og sameinast altilverunni; ég var ekki lengur
háð þessum takmarkaða líkama mínum, heldur var sem ég væri komin út yfir
tíma og rúm og lifði í eilífðinni. Samfara þessari skynjun var óendanleg
sælutilfinning, alt annars eðlis en ég hafði nokkru sinni áður fundið til; sú
sæla var ekki hvað sízt bundin við þá tilfinningu, að allir einstaklingamir,
sem ég hefði verið að hugsa um, ættu hlutdeild í þessu með mér, að við vær-
um í raun og veru öll sameinuð, öll eitt. Ég veit ekki, hvað lengi ég sat svona;
ég var kölluð til baka til dagvitundarinnar við það, að einhver kom inn í eld-
húsið, og mér þótti umskiptin slæm. Eftir þetta sat ég um að geta verið ein í
næði; reyndi ég þá að framkalla þetta ástand aftur, með því að fylgja sama
hugsanagangi og í fyrsta sinni; náði ég því stundum, en stundum ekki.12
í bókinni Játningar útfærði Aðalbjörg þessa reynslu sína á athyglisverðan
hátt og notar skáldlegt orðfæri guðspekinnar með skírskotun í Davíðssálma,
enda lýsir hún hér reynslu sem getur þjónað sem skólabókardæmi um
dulúð:
Upp úr þessum hugsunum var það, að ég komst einu sinni skyndilega í það
ástand sælunnar, sem á íslensku hefur verið nefnt hugljómun og er fyrst og
fremst í því fólgið, að múrar sérvitundarinnar hrynja og eftir er aðeins vit-
und, sem er eitt með öliu og á engin sérkenni. Þeir, sem reynt hafa eitthvað
svipað, vita, hvað ég á við, aðrir geta ekki skilið það, en ég hygg þetta ástand
það, sem sagt er um „einn dagur er hjá drottni sem þúsund ár og þúsund ár
sem einn dagur“, því vitund um tíma og rúm hverfur með öllu.13
Um svipað leyti fór Aðalbjörgu að dreyma merkilega drauma, sem hún tók
mikið mark á og hún öðlaðist merkilegt innsæi í táknmál þeirra og hún gat
sagt frá draumum, sem höfðu forspárgildi. Með árunum fannst henni það
ekki bregðast að slíkir draumar rættust á einhvern hátt. Þannig fannst henni
að hún væri vöruð við og það kom ósjaldan fyrir að hún bar öðrum skilaboð
sem hún hafði fengið í draumi og gat þá komið í veg fyrir ýmsar hættur og
jafnvel slys. Yfirleitt varð þessi vitneskja til þess að styrkja með henni æðru-
leysi og sálarró og það var eins og fátt kæmi henni algerlega á óvart. Dag-
legt líf hennar var nátengt ósýnilegum heimi og hann var henni oft, sérstak-
lega á fyrri skeiðum ævinnar, svo sterk uppspretta sælu og vellíðunar að hún
12 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1922:188-189.
13 Aðalbjörg Sigurðardóttir 1948:9.
45