Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 59
kaupmannsfrú á Akureyri var einnig liðtæk í aðstoðinni við Jóhann.37 Hann
mun einnig hafa umgengist einhverja í vinahópi Aðalbjargar meðal guð-
spekinga því hann ber henni einu sinni sérstakar kveðjur Láru og mun þar
vera sú sama Lára og fékk bréfið fræga frá Þórbergi Þórðarssyni, en hún var
félagi í guðspekistúkunni Systkinabandinu á Akureyri. Hann gleymdi aldrei
ást sinni til Aðalbjargar og þegar hann lá dauðvona í berklum suður í
Leipzig trúði hann vini sínum Halldóri Laxness fyrir því að það eina sem
hann óskaði sér væri að fá að koma heim til íslands til Aðalbjargar, sem þá
var orðin ekkja, og fá að deyja hjá henni. Aðalbjörg bjó þá í Laugarnesspít-
alanum með börnin sín tvö, Jónas ellefu ára og Bergljótu átta ára. Jónas man
eftir því að Kristinn E. Andrésson kom í heimsókn að Laugarnesi þar sem
hann mun hafa flutt þessa bón Jóhanns. Aðalbjörg tók umhugsunarfrest og
þegar Kristinn kom aftur til að grenslast fyrir um svar Aðalbjargar þá var
það neitandi. Hún var hrædd um berklasmit og vildi um fram allt verja böm
sín fyrir því. Það fylgir sögunni að Halldór Laxness hafi átt erfitt með að
fyrirgefa Aðalbjörgu þetta.
Aðalbjörg trúði því að Halldór Laxness hefði fengið grunninn að sög-
unni um Sölku Völku frá Jóhanni. Hún taldi sig þekkja margar lýsingar í
sögunni á sambandi Sölku og Amalds því þær ættu við samband hennar og
Jóhanns.38 Víst er um það að stíll og orðfæri nokkurra setninga úr bréfum
Jóhanns til Aðalbjargar minna á samtöl Sölku og Amalds í seinna bindi
skáldsögunnar. Þrjú bréf Jóhanns til Aðalbjargar frá árinu 1917 hafa varð-
veist í umslagi sem á stendur: „Kristinn Andrésson, afhendist að mér látinni.
Aðalbjörg Sigurðardóttir.“ Þessi bréf eru merk heimild um frjóann huga
ungs og ástfangins manns með ótvíræða skáldahæfileika. Orðfærið, stíllinn,
myndmálið og hugtakanotkun bréfanna bera með sér að höfundurinn þekk-
ir hugarheim guðspekinnar og að hann glímir við sjálfan sig og tilfinningar
sínar og alheiminn með því að spegla sig í sálarlífi konunnar sem hann elsk-
ar og virðir, en viðurkennir um leið að er sterkari og betri en hann sjálfur.
Fyrsta bréfið er skrifað 19. júní 1917 og bréfritarinn er þá á Akureyri en
sá sem bréfið er stílað til, Aðalbjörg, er í Reykjavík. Jóhann er sár yfir því
hve skilnað þeirra hafi borið brátt að. Hann saknar Aðalbjargar og skilur
ekki af hverju hún yfirgaf hann einmitt þama. Hann skrifar:
Þú varst í þann veginn að drösla mér á fastan grundvöll um daginn - en svo
37 Viðtal við Jónas Haralz 2002.
38 Viðtal við Bergljótu Rafnar 1999.
57