Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 36
hafi verið að ógna fólki og ala á ótta þess.26 Þegar vel er að gáð og textar eru
lesnir í samhengi þá er ljóst að séra Jón og hefð sú sem hann stendur í vildi
ekki ógna fólki. Tilgangurinn var annar og umfram allt sá að hugga fólk. Ef
það er Guð sem stendur að baki atburðum og stjómar þeim, þá er það ekki
djöfullinn, eyðandinn, óvinur Guðs sem ræður. Þegar fólk stendur andspæn-
is ógn, er það nærtæk ályktun að ógnin stafi af reiði Guðs. Séra Jón leitað-
ist við að hvetja fólk í slíkum aðstæðum til að treysta elsku Guðs, treysta
hjálp hans. Ef fólk treystir því, þá nær það að stilla huga sinn, nær það að
hugsa rökrænt og leitast við að finna bjargráð. Jafnframt átti fólk að geta í
von horft á bak ástvinum sem ekki lifðu af harðindin, ekki af því að þeir
væru verri en aðrir heldur af því að Guð vildi taka þá til sín. Örvæntingin er
versti óvinurinn og verkfæri djöfulsins. Ef fólk gefst upp, örvæntir, þá set-
ur það sig undan valdi Guðs og undir vald óvinar hans. Allt er komið undir
því að treysta Guði, vita sig öruggan í hendi hans og vera viss um að Guð
vilji bjarga.
Þessi áhersla á trúna sem traust og á hjálpræðisvissuna var höfuðatriði í
guðfræði Lúthers og birtist m.a. mjög skýrt í Fræðunum minni sem fólki var
skylt að kunna. I skýringunni á sjöttu bæn Faðir vors segir t.d.:
Sjötta bœn: Og eigi leið þú oss í freistni.
Hvað er það? Svar: Guð freistar að sönnu einskis manns, en vér biðjum í
þessari bæn, að Guð vilji vemda oss og varðveita, svo að djöfullinn, heimur-
inn og hold vort svíki oss eigi né tæli til vantrúar, örvœntingar og annarrar
stórrar svívirðingar og lasta og vér fáum, þótt vér freistumst af þessu, að
lyktum unnið sigur og sigri haldið.21
Vantrú og örvænting eru höfuðsyndirnar og þær verstu freistingar sem mað-
ur getur orðið fyrir. Sömu áherslu er að finna í í 16. Passíusálmi, um iðrun
Júdasar, þar sem Hallgrímur heldur því einmitt fram að helsta synd Júdasar
hafi verið örvæntingin:
En hvað framleiddi hann illa
áður lífemið sitt,
þessi þó var hans villa
verri en allt annað hitt,
að hann örvænting með
sál og líf setti í vanda.
26 Þetta er vel rakið í Sigurjón Ámi Eyjólfsson 1997.
27 Marteinn Lúther 1993, s. 30.
34