Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 36

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Side 36
hafi verið að ógna fólki og ala á ótta þess.26 Þegar vel er að gáð og textar eru lesnir í samhengi þá er ljóst að séra Jón og hefð sú sem hann stendur í vildi ekki ógna fólki. Tilgangurinn var annar og umfram allt sá að hugga fólk. Ef það er Guð sem stendur að baki atburðum og stjómar þeim, þá er það ekki djöfullinn, eyðandinn, óvinur Guðs sem ræður. Þegar fólk stendur andspæn- is ógn, er það nærtæk ályktun að ógnin stafi af reiði Guðs. Séra Jón leitað- ist við að hvetja fólk í slíkum aðstæðum til að treysta elsku Guðs, treysta hjálp hans. Ef fólk treystir því, þá nær það að stilla huga sinn, nær það að hugsa rökrænt og leitast við að finna bjargráð. Jafnframt átti fólk að geta í von horft á bak ástvinum sem ekki lifðu af harðindin, ekki af því að þeir væru verri en aðrir heldur af því að Guð vildi taka þá til sín. Örvæntingin er versti óvinurinn og verkfæri djöfulsins. Ef fólk gefst upp, örvæntir, þá set- ur það sig undan valdi Guðs og undir vald óvinar hans. Allt er komið undir því að treysta Guði, vita sig öruggan í hendi hans og vera viss um að Guð vilji bjarga. Þessi áhersla á trúna sem traust og á hjálpræðisvissuna var höfuðatriði í guðfræði Lúthers og birtist m.a. mjög skýrt í Fræðunum minni sem fólki var skylt að kunna. I skýringunni á sjöttu bæn Faðir vors segir t.d.: Sjötta bœn: Og eigi leið þú oss í freistni. Hvað er það? Svar: Guð freistar að sönnu einskis manns, en vér biðjum í þessari bæn, að Guð vilji vemda oss og varðveita, svo að djöfullinn, heimur- inn og hold vort svíki oss eigi né tæli til vantrúar, örvœntingar og annarrar stórrar svívirðingar og lasta og vér fáum, þótt vér freistumst af þessu, að lyktum unnið sigur og sigri haldið.21 Vantrú og örvænting eru höfuðsyndirnar og þær verstu freistingar sem mað- ur getur orðið fyrir. Sömu áherslu er að finna í í 16. Passíusálmi, um iðrun Júdasar, þar sem Hallgrímur heldur því einmitt fram að helsta synd Júdasar hafi verið örvæntingin: En hvað framleiddi hann illa áður lífemið sitt, þessi þó var hans villa verri en allt annað hitt, að hann örvænting með sál og líf setti í vanda. 26 Þetta er vel rakið í Sigurjón Ámi Eyjólfsson 1997. 27 Marteinn Lúther 1993, s. 30. 34
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.