Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 63
Vertu sæl. Guð blessi þig, blessi þig, blessi þig. Vertu sæl, allir dagar séu þér
til yndis - alt líf þitt verði eins fagurt eins og ég óska þér nú. Vertu sæl, haltu
í hendi mína, slepptu henni aldrei - og láttu ekki heldur veikleika minn og
illsku kippa henni frá þér. Haltu í hönd mína í dauðanum og leiddu mig inn
í nýja heimkynið okkar þar sem augu okkar eiga að opnast. Haltu í hönd
mína þangað til augu mín opnast og ég sé þig. Þá tökum við saman báðum
höndum okkar Aðalbjörg!
Góða nótt. Guð geft að ég verði altaf jafn nærri þér og ég er nú. Guð gefi að
þetta sé hið fjarsta, sem ég get orðið þérl Þinn einlægur vínur, Jóhann.
Fyrirgefðu hvað þetta er illa skrifað."
Gripið í taumana
Staða og lífshlaup Sölku Völku er um flest ólíkt lífi Aðalbjargar, en eitt áttu
þær sameiginlegt og það var að þær voru hugsjónakonur sem fómuðu sér
fyrir aðra. Þær elska heitt en báðar neita þær sér um að njóta þeirra sem þær
elska. í Sölku Völku lýsir Amaldur tilfinningum sínum til Sölku þannig:
Þegar ég horfi á þig, og eins þegar ég hugsa til þín, þá finst mér að djúp-
settasta óskin sem ég á og muni nokkumtíma eignast, sé að mega deyja í
faðmi þínum, að þú sitjir yfir mér þegar ég tek síðustu andvörpin.40
Og í lok sögunnar þegar Salka Valka horfir á eftir strandferðaskipinu sem
ber Amald í burtu, tekur hún nisti af hálsi sér og opnar það:
Þessi bamsmynd var ekki leingur mynd, hún var næstum því afmáð, hún var
í rauninni aðeins endurminning um mynd, ímynd breytileikans, og samt: hún
átti ekki neitt annað. Hún átti ekkert framar annað en þessa mynd, - og þessi
orð, þau sem hafði verið hvíslað í eyra henni:
Ég kalla á þig þegar ég dey.41
Jóhann er í augum íslendinga skáldið sem samdi ljóðið Söknuð sem Krist-
inn E. Andrésson segir í bók sinni um íslenskar bókmenntir að sé meðal feg-
urstu gimsteina íslenskra ljóða.42 Vissulega hafði Jóhann ærna ástæðu til að
sakna, hann saknaði landsins síns og landa sinna - og við vitum að hann
saknaði Aðalbjargar. Halldór Laxness hlustaði löngum stundum á sögur Jó-
hanns, sögur sem hann hafði búið til í huganum, geymdi þar og sagði fáum
40 Halldór Laxness 1999: 426.
41 Halldór Laxness 1999: 450-451.
42 Kristinn E. Andrésson 1949:82.
61