Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 48
sóttist eftir því að vera ein og hlakkaði til að fara að sofa.14 Þessi ósýnilegi
heimur var henni ekki síður raunverulegur en það sem hún upplifði hvers-
dagslega í dagvitund sinni. Hún upplifði það sem nefnt hefur verið sálfarir,
þ.e. að sálin getur í draumi eða í leiðsluástandi skilið við líkamann og ferð-
ast vítt um og vitjað fólks eða jafnvel farið yfir í aðra heima. í einni slíkri
ferð eignaðist hún reynslu sem hún skrifaði niður afkomendum sínum til
fróðleiks. Þar ferðast hún í faðmi ósýnilegrar kærleiksríkrar veru:
Frammi fyrir mér var eldhaf - ómælanlegt, - óskynjanlegt, öðruvísi en sem
ljós. En út frá þessu ljóshafi gekk óendanlegur örmull af ljósstrengjum, sem
ég auðvitað sá ekki, hvar enduðu. En veran, sem altaf hélt mér í faðmi sín-
um lét mig skilja, að þessir ljós- og lífþræðir lægju til hverrar einustu lífi
gæddrar veru í alheiminum, settu hana í samband við uppruna sinn. Hér væri
hinn raunverulegi grundvöllur bræðralags, hin sameiginlega uppspretta alls
lífs. Tíminn hætti að vera til, allt var eining á þessu eilífðar augnabliki."15
Líklegt er að þessa dulrænu reynslu megi að einhverju leyti rekja til fjar-
lægðarinnar við föðurinn, dulúðin kemur á vissan hátt í staðinn, eða bætir
henni upp það sem hún fer á mis við. Einmana skynjaði bamið andlega ná-
lægð við föður sinn sem vegna holdsveikinnar var henni fjarlægur. Fjar-
lægðin, sem þó ekki var óyfirstíganleg, hefur styrkt vitund hennar um sjálfa
sig sem einstakling og um leið dregið ákveðin landamerki milli sjálfsvit-
undar hennar og umhverfisins. Líklegt er að Aðalbjörg hafi vegna þessarar
fjarlægðar snemma orðið sjálfstæð í hugsun. En um leið hefur óttinn við
einangrun ógnað sjálfsvitund hennar og gert hana næma á nauðsyn þess að
mynda tengsl við aðra - að skapa samkennd sem varð óvenju sterk og víð-
feðm. Sálrænn veruleiki dulúðar felst m.a. í því að vamarmúrar of sterkrar
einstaklingsvitundar eru rofnir og það skapar rými fyrir yfirþyrmandi til-
finningu fyrir samruna sjálfsins við ytri veruleika.
Trú og efi
Andlegur þroskaferill Aðalbjargar var ekki bara dans á rósum. Sem ungling-
ur og ung kona varð hún fyrir áföllum í trúarlífi sínu, en henni tókst að
vinna sig út úr þeim. Hinir sterku varnarhættir sjálfsins - eða múrar sérvit-
14 Elínborg Lárúsdóttir 1966: 31.
15 Aðalbjörg Sigurðardóttir. Til barnanna minna. Skrifað sumarið 1966. Örmull af ljósstrengjum er eins og
lýsing á fínstrengja trefjarót plöntu þ.e. fínu þræðimir eru ljósaþræðir í margar áttir.
46