Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 48

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Qupperneq 48
sóttist eftir því að vera ein og hlakkaði til að fara að sofa.14 Þessi ósýnilegi heimur var henni ekki síður raunverulegur en það sem hún upplifði hvers- dagslega í dagvitund sinni. Hún upplifði það sem nefnt hefur verið sálfarir, þ.e. að sálin getur í draumi eða í leiðsluástandi skilið við líkamann og ferð- ast vítt um og vitjað fólks eða jafnvel farið yfir í aðra heima. í einni slíkri ferð eignaðist hún reynslu sem hún skrifaði niður afkomendum sínum til fróðleiks. Þar ferðast hún í faðmi ósýnilegrar kærleiksríkrar veru: Frammi fyrir mér var eldhaf - ómælanlegt, - óskynjanlegt, öðruvísi en sem ljós. En út frá þessu ljóshafi gekk óendanlegur örmull af ljósstrengjum, sem ég auðvitað sá ekki, hvar enduðu. En veran, sem altaf hélt mér í faðmi sín- um lét mig skilja, að þessir ljós- og lífþræðir lægju til hverrar einustu lífi gæddrar veru í alheiminum, settu hana í samband við uppruna sinn. Hér væri hinn raunverulegi grundvöllur bræðralags, hin sameiginlega uppspretta alls lífs. Tíminn hætti að vera til, allt var eining á þessu eilífðar augnabliki."15 Líklegt er að þessa dulrænu reynslu megi að einhverju leyti rekja til fjar- lægðarinnar við föðurinn, dulúðin kemur á vissan hátt í staðinn, eða bætir henni upp það sem hún fer á mis við. Einmana skynjaði bamið andlega ná- lægð við föður sinn sem vegna holdsveikinnar var henni fjarlægur. Fjar- lægðin, sem þó ekki var óyfirstíganleg, hefur styrkt vitund hennar um sjálfa sig sem einstakling og um leið dregið ákveðin landamerki milli sjálfsvit- undar hennar og umhverfisins. Líklegt er að Aðalbjörg hafi vegna þessarar fjarlægðar snemma orðið sjálfstæð í hugsun. En um leið hefur óttinn við einangrun ógnað sjálfsvitund hennar og gert hana næma á nauðsyn þess að mynda tengsl við aðra - að skapa samkennd sem varð óvenju sterk og víð- feðm. Sálrænn veruleiki dulúðar felst m.a. í því að vamarmúrar of sterkrar einstaklingsvitundar eru rofnir og það skapar rými fyrir yfirþyrmandi til- finningu fyrir samruna sjálfsins við ytri veruleika. Trú og efi Andlegur þroskaferill Aðalbjargar var ekki bara dans á rósum. Sem ungling- ur og ung kona varð hún fyrir áföllum í trúarlífi sínu, en henni tókst að vinna sig út úr þeim. Hinir sterku varnarhættir sjálfsins - eða múrar sérvit- 14 Elínborg Lárúsdóttir 1966: 31. 15 Aðalbjörg Sigurðardóttir. Til barnanna minna. Skrifað sumarið 1966. Örmull af ljósstrengjum er eins og lýsing á fínstrengja trefjarót plöntu þ.e. fínu þræðimir eru ljósaþræðir í margar áttir. 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.