Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 43
Næstu tvo vetur var Aðalbjörg heimiliskennari, fyrst í Hafnarfirði, hjá
Einari Þorgilssyni útgerðamanni, og síðar á Möðruvöllum í Eyjafirði. Einar
var merkur framkvæmdamaður og hafði mikil umsvif og efnaðist vel. Sjálf-
ur hafði hann verið skólastjóri barnskólans í Hafnarfirði áður enn hann snéri
sér að útgerð og má nærri geta, að hann hefur vandað vel valið á heimilis-
kennara sínum og verið dómbær á hæfileika hennar. A þessum árum var
Ungmennafélag fslands stofnað og Aðalbjörg tók þátt í starfi þess og sótti
fundi. Mikill hugur var í ungu fólki í Hafnarfirði þegar hún dvaldi þar og
hún hreifst af hugsjón ungmennafélagshreyfingarinnar um endureisn sjálf-
stæðrar þjóðar og réttindi kvenna, sem þar voru einnig á dagskrá. Þar vakn-
aði áhugi Aðalbjargar á þjóðmálum fyrir alvöru og sá hugsjónaeldur, sem
kviknaði í sál hennar á þessum árum lifði með henni ævina út. Seinna lýsti
hún þessu þannig að það hefði verið eins og sólin hefði þá fyrst komið upp.
Það varð vakning og það varð nýtt líf í huga hennar.
Haustið 1908 varð Aðalbjörg fastráðin kennari við Bamaskóla Akureyr-
ar. Þá komu til framkvæmda ný fræðslulög, sem kváðu á um almenna skóla-
skyldu barna á aldrinum 10-14 ára. Markaði þessi lagasetning alger tíma-
mót í sögu barna- og unglingafræðslu á íslandi og var hún afrakstur mikilla
umræðna og baráttu hugsjónafólks fyrir endurbótum í fræðslumálum þjóð-
arinnar. Það var viðurkennt sem staðreynd, að framfarir, lýðræði og velmeg-
un þjóðarinnar byggðu á aukinni fræðslu og þekkingu almennings. Sama
haust var Halldóra Bjamadóttir ráðin skólastýra að bamaskólanum á Akur-
eyri og þóttu það mikil tíðindi því hæfir karlmenn höfðu sótt um stöðuna á
móti henni. Halldóra hafði hlotið kennaramenntun í Noregi og starfað þar
við góðan orðstí og hafði þaðan frábær meðmæli. Hún var hugsjóna- og bar-
áttukona og áttu þær Aðalbjörg farsælt samstarf og án efa hefur Halldóra
verið Aðalbjörgu góð fyrirmynd. Þær brydduðu upp á nýjungum í skóla-
starfi, sem síðar þóttu sjálfsagðar. Þær beittu sér fyrir skipulögðum tengsl-
um milli heimila og skóla því þeim var umhugað um vellíðan barnanna í
skólanum og þann undirbúning sem þau fengu heima hjá sér. Þær vildu færa
skólaskyldu neðar í árgangana til þess að bömin stæðu sem jafnast að vígi.
Aðalbjörg hafði mikla trú á skólanum sem uppeldisstofnun og á möguleika
hans til að vinna gegn neikvæðum afleiðingum borgarmenningar og upp-
lausnar í siðferðismálum og kom það ekki síst fram í umræðum um bama-
vemdarmál á stríðsárunum. Menntunin var leið stúlkna til sjálfræðis og
betra lífs, en veldu þær móðurhlutverkið áttu þær að hlúa að hinni uppvax-
andi kynslóð á heimilunum.
Árið 1910 sigldi Aðalbjörg utan og sótti kennarafund í Stokkhólmi og
kynnti sér kennslumál á Norðurlöndunum og naut hún þar hvatningar og
41