Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 118
vitnar hann til bls. 171 í verki mínu. Ég minnist þess ekki að ég nefni tvö-
falda útvalningu eða fyrirhugun neins staðar í verkinu. Það sem Hjalti mun
eiga við eru eftirfarandi orð mín, ‘Menn gátu efast um sáluhjálp sína, óttast
útskúfun en settu þeir allt traust á Krist og lifðu sig inn í líf hans og dauða,
gátu þeir frelsast, leitt í ljós hvort þeir væru útvaldir’. Lúther kenndi að hin-
ir sanntrúuðu ættu að geta verið vissir um hjálpræði sitt ef þeir treystu fyr-
irheitum Guðs og settu traust sitt á Krist. Slíkir sanntrúaðir menn töldust
eiga vísa von um himnaríkisvist. Sáluhjálp snýst þannig um náð Guðs og
vissu um að verða hólpinn. I sálmi sem eignaður er séra Hallgrími Péturs-
syni segir ma., ‘allri Drottins með englahirð/útvaldir búa í þeirri dýrð’ og
síðan, ‘O, hve farsæl að er sú tíð/þá erum komnir þar/og eftir liðna heims-
ins hríð/heitum Guðs borgarar/frá allri mæðu, eymd og þrá/erum vér loks-
ins frí’.9 Ég skil 27. Passíusálm líka þannig að Hallgrímur sé viss um útvaln-
ingu sína þegar hann segir, ‘í þínu nafni útvaldir/útvalinn kalla mig hjá sér’.
Sannfæring um hjálpræði var jafnframt sannfæring um útvalningu. En trú-
arstyrkur manna gat dvínað, þeir gátu orðið veikir í trú sinni og efast um
sáluhjálp sína og útvalningu. Ráðið gegn þessu var að setja traust sitt á Krist
og trúa. I texta mínum sem ég tek upp hér að ofan lýsi ég sannfæringu sann-
trúaðra eins og hún kemur fram í tilvitnuðum kveðskap. Það var eðlilegt að
menn legðu að jöfnu sannfæringu uin sáluhjálp sína og útvalningu en það
jafngildir ekki því að allt hafi verið ákveðið fyrirfram. Hinir sanntrúuðu
treystu á sáluhjálp sína og í þeirra huga jafngilti það því að þeir væru út-
valdir En það jafngilti ekki fyrirhugun enda gátu hinir sömu átt stundir efa
og örvæntingar. Það kemur skýrt fram í texta mínum. Um þetta efni er fjall-
að í Vídalínspostillu og get ég ekki séð betur en það sé gert á líkan hátt og
hér er gert en læt guðfræðingum eftir að fjalla nánar um það.10
Hjalti segir að ég virðist telja að iðrun, játning synda og neysla altar-
issakramentis meðal lútherskra hafi eitt getað blíðkað Guð og þannig jafn-
gilt góðverkum miðalda (bls. 128). Ekki veit ég hvernig honum dettur þetta
í hug, ég segi skýrt á umræddum stað (bls. 171) að Lúther hafi kennt að
menn gætu orðið hólpnir fyrir trúna eina.
9 Sálmurinn nefnist ‘Upp, upp mín sál og ferðumst fús’ og er að finna meðal annarra sálma Hallgríms í
handritinu JS 208 8vo frá árinu 1730 (upplýsingar Margrétar Eggertsdóttur). Hallgrímur miðaði við að
fara til himnaranns og bíða dómsdags í góðri vist og að þurfa ekki að óttast neitt, sbr. Ljóðmœli 1. útg.
Margrét Eggertsdóttir (2000), 79, 83.
10 ‘Útvalningin er að sönnu altíð viss hjá Guði’. Menn gátu gert útvalninguna vissa, ‘Með soddan móti en
engu öðru verðum vér vissir um útvalningu vora’. Jón Þorkelsson Vídalín: Vídalínspostilla. Útg. Gunn-
ar Kristjánsson og Mörður Ámason (1995), 228, sbr. 229.
116