Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 78
Demonax)34 sem um leið á sér fyrirmynd í hlutverki Platóns (427-347 f. Kr.)
sem skrásetjara á heimspeki Sókratesar.35
í elsta samhengi kristindómsins (Tómas og Lúkas) eru þannig til hefðir
sem í sjálfu sér gera tímabil munnlegra geymda í sögu elstu kristni óþarfa
enda þótt Lúkas geri því skóna að hvort tveggja ritaðar og óskráðar heim-
ildir hafi verið til í kringum aldamótin 100 þegar hann er að skrifa sitt guð-
spjall (sem þó kann að þjóna þeim tilgangi einum að gefa skrifum sínum
aukið vægi).36Séu orð Lúkasar um óskráðar heimildir teknar alvarlega þá er
í sjálfu sér ekkert sem mælir því mót að þar sé um að ræða munnlegar
geymdir sem byggt hafi á eldri rituðum verkum þar eð sjónarvottar að af-
rekum Jesú hafa vart verið margir á lífi sjötíu árum eftir að meistarinn frá
Galíleu er talinn hafa horfið af sjónarsviði þessa heims.
Eðli málsins samkvæmt hlýtur það ennfremur að reynast ákaflega erfitt
að gefa sér að forsendu að munnlegar geymdir standi að baki skrifuðum
texta ef ekki er hægt að nálgast slíkar geymdir með einum eða öðrum hætti.
Augljóslega er slíkt ekki hægt þegar um foma texta eins og hér um ræðir er
að tefla. Einasti vitnisburðinn er texti og jafnvei þótt hægt væri að gera því
skóna að hluti af þeim menningarbrunni sem einhver tiltekinn höfundur í
fornöld hafi haft sér að bakhjarli við samsetningu verks síns hafi samanstað-
ið af ótilgreindm rituðum heimildum, eins og til að mynda smellnum máls-
hætti, þá stendur eftir aðeins þessi texti án heimildaskrár að þeirra tíma
hætti.
Meint formgreining sem nýjatestamentisfræðingar á síðustu öld töldu sig
geta rakið til munnlegrar varðveislu hefir beðið afhroð í ljósi samanburðar-
rannsókna við bókmenntaarf og mælskufræði þessa sama tímabils og það-
an sem þessi rit eru sprottin.37 Form sem talin voru vitnisburður um alþýðu-
bókmenntir í besta lagi hafa síðan verið skilgreind á forsendum mælsku-
fræðinnar. Niðurstöður slíkra rannsókna sýna að umrædd form eru hluti af
þekktum bókmenntaformum þessa tíma og þannig jafnoft notuð sem for-
34 Sjá A. M. Harmon þýð., „Demonax," í Lucian, I (Loeb Classical Library; Cambridge, MA: Harvard Uni-
versity Press, 1913), 141-173.
35 Sjá t.d. Burton L. Mack, Anecdotes and Arguments: The Cltreia in Antiquity and Early Christianity
(Occasional Papers of the Institute for Antiquity and Christianity 10; Claremont, CA: Institute for Ant-
iquity and Christianity, 1987).
36 Sjá t.d. Burton L. Mack, Who Wrote the New Testament: The Making of the Christian Myth (San
Francisco, CA: HarperSanFrancisco, 1995), 167.
37 Sjá t.d. umfjöllun John S. Kloppenborg um ummælasöfn í bók hans, The Formation of Q: Trajectories
in Ancient Sayings Collections (Studies in Antiquity and Christianity; Philadelphia, PA: Fortress, 1987),
263-316.
76