Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 86
hafa það í Biblíunni: „Heill þeim er þrífur ungböm þín og slær þeim niður
við stein.“' Ahrifasaga þessa sálms er mikil og merkileg. I þessari grein
verður hugað nokkuð að henni.
Flokkur (,,Gattung“)
Sálmur 137 er einstakur meðal sálma Saltarans. Honum verður ekki auð-
veldlega skipað í neinn hinna venjubundnu flokka (Gattungen) sálmanna1 2
samkvæmt greiningakerfi þvi sem hefur verið ríkjandi í biblíufræðunum frá
því á dögum Hermanns Gunkel (1862-1932).
Eðlilegt er að spurt sé um þennan sálm, eins og aðra sálma, hvort rætur
hans liggi í helgihaldinu, eins og raun virðist um svo fjölmarga sálma. H-J.
Kraus telur sálminn endurspegla einhvers konar guðsþjónustu í formi
harmagráts.3 Nefna má Oesterley sem fulltrúa mikils meirihluta fræðimanna
sem telja það vafasamt.4 Sjálfur hef ég nýverið, eftir rækilega könnun á
sálminum og túlkunarsögu hans, sannfærst um að Kraus hefur á réttu að
standa og mun ég hér að aftan halda fram skoðun hans og styðja hana frek-
ari rökum.
Síðar í gyðinglegri hefð var sálmurinn hafður um hönd á níunda degi Ab-
mánaðar í guðsþjónustu þar sem minnst var eyðingar musterisins. Allen tel-
ur mögulegt að sálmurinn hafi upphaflega verið notaður við hliðstæða
helgiathöfn (sbr. Sak 7:3 og 8:19).5 Það virðist mér bæði trúleg og öfgalaus
staðhæfing.
Spieckermann segir að form sálmsins verði varla flokkað á annan hátt en
sem „bærí‘ þar sem eina ákallið til Drottins í sálminum sé hvorki lof né
harmur.6 En bænin er aðeins hluti af sálminum og því hæpið að skilgreina
hann þannig. A. Anderson hallast að því að best sé að tala um sálminn sem
angurljóð lýðsins sem endi í bölbæn yfir óvininum.7 Þá hefur verið stungið
upp á því að kalla sálminn Síonarljóð með öfugum formerkjum.
1 Ekki þarf að koma á óvart að vers þetta er meðal þeirra sem sleppt er úr tíðasöng kaþólsku kirkjunnar.
Sjá W.L. Holladay 1993 s. 304-315.
2 L. C. Allen 1983, s. 238 er meðal þeirra sem viðurkenna þetta þó að hann kannist við að í sálminum megi
greina bæði skyldleika við angurljóð lýðsins og Síonarljóð.
3 H-J. Kraus, 1993, s. 502.
4 W.O.E. Oesterley, Thc Psalms . Vol. II (London 1939), s. 545.
5 L.C. Allen 1983, s. 239.
6 H. Spieckermann 1989, s. 116.
7 A. A. Anderson 1981, s. 897.
84