Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2005, Blaðsíða 15
Gísli á Hólum (1657-1684) en Þórður í Skálholti (1674-1697). Þeir voru
skeggprúðari: Rakaðir í vöngum með yfirskegg og mikið og fagurt höku-
skegg.9 Þetta segir okkur að Guðbrandur tilheyrði öðru tímabili en þeir. Þeir
voru lykilmenn barokkmenningarinnar á Islandi sem lútherski rétttrúnaður-
inn var hluti af. Til dæmis um hina íslensku barokkmenningu er kirkjan að
Gröf á Höfðaströnd sem er fagurlega útskorin af Guðmundi Guðmundssyni
(d. eftir 1680) smið og bónda í Bjarnastaðarhlíð í Skagafirði sem var nokk-
urs konar hirðsmiður Þorláks Skúlasonar og Brynjólfs Sveinssonar Skál-
holtbiskups (1639-1674). Lagði Guðmundur manna mest af mörkum varð-
andi íslenskan barokkútskurð.10 Guðbrandur stóð hins vegar nær endurreisn-
arstefnunni en hluti hennar og arftaki var fornmenntastefnan. Þeirri stefnu
tilheyrði Guðbrandur og það er ekki bara skeggið sem segir til hans eins og
sfðar verður vikið að.
Þó hinum meiriháttar myndverkum af Guðbrandi svipi saman má með
góðum vilja lesa tvenns konar og að nokkru leyti andstæð persónueinkenni
út úr myndunum. Annars vegar er sterkbyggður rumur og beinamikill hins
vegar fíngerðari, draumlyndari og innhverfari einstaklingur. Ef til vill var
hann þetta hvort tveggja: Virkjamikill athafnamaður og djúphygginn dul-
hyggjumaður eins og raunar má lesa út úr lýsingunni sem tilfærð var hér að
framan. Sömu drættina má e.t.v. lesa út úr lífshlaupi hans og ævistarfi. Hann
var listrænn vísindamaður í aðra röndina en harðdrægur dugnaðarforkur og
staðarstjómandi í hina ef marka má frásagnir." Skal nú vikið frá persónunni
Guðbrandi Þorlákssyni að biskupnum.
Stefna Guðbrands á biskupsstóli
Sé augum rennt yfir biskupalista Hólabiskupsdæmis frá siðaskiptum þang-
að til að stóllinn var lagður niður um aldamótin 1800 virðist Guðbrandur
Þorláksson hafa fullkomna sérstöðu.12 Nöfn flestra hinna biskupanna segja
litla sögu og sum eru gleymd öðrum en örfáum fræðimönnum. Um Skál-
holtsstól gegnir öðru máli. Þar keppa margir um athyglina. Fyrir utan siða-
skiptabiskupana, Gissur Einarsson (1540-1548) og Martein Einarsson
(1549-1557), má nefna Brynjólf Sveinsson, Þórð Þorláksson, Jón Vídalín
9 Kristján Eldjám 1994: 63. Loftur Guttormsson 2000: 125, 127, 129, sjá og 154 (myndir)
10 Þóra Kristjánsdóttir 2000: 205, 212-213.
11 Páll Eggert Ólason 1924: 464-465.
12 Sjá t.d. Einar Laxness 1995(1): 70.
13